Fleiri fréttir

Sex vistaðir í fangageymslu í nótt

Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum.

Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga

„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn.

Engar tilkynningar um tjón eða slys

Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld.

Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar

Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni.

Skjálfti 5,6 að stærð reið yfir Norðurland

Enn heldur skjálftavirkni áfram fyrir utan strendur norðurlands en nú rétt um klukkan hálf átta í kvöld skjálfti af stærðinni 5,6 yfir en upptök hans var að finna 15,3 km norðvestur af Gjögurtá.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skjálfti af stærðinni 5,3 reið yfir Norðurland í dag og er hann sá stærsti á svæðinu í átta ár. Búið er að lýsa yfir óvissustigi og hvetja almannavarnir fólk til að huga að vörnum og viðbúnaði vegna jarðskjálfta. Fjallað verður um jarðskjálftahrinuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar

Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar vegna forsetakjörs sem fram fer þann 27 júní næstkomandi. Samkvæmt nýrri könnun telja 92 prósent svarenda líklegt eða öruggt að þeir kjósi.

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.

Flottustu fornbílar landsins á Selfossi í dag

„Bíladella 2020“ er sýning á vegum Bifreiðaklúbbs Suðurlands, sem verður haldin í dag en þar verða sýndir um tvö hundruð fornbílar frá klukkan 13:00 til 17:00.

Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins.

Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum sem eru væntanleg á næstu þremur árum.

Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum.

Undir­búningur verk­falls hjúkrunar­fræðinga á loka­stigi

Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum tökum við stöðuna í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga við ríkið annars vegar og Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hins vegar. Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins var frestað nú síðdegis en boðað hefur verið til annars fundar klukkan hálf tíu á morgun.

Óskráðir skipverjar skútu ekki skikkaðir í skimun

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að skimun fyrir kórónuveirunni hófst á landamærunum síðastliðinn mánudag lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Tvö voru um borð en ekki var talin þörf á að skima þau eða skikka í sóttkví.

Framlag upp á 40 milljónir til keppnismatreiðslu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan

Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá.

Lagði blóm­sveig að leiði Bríetar

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadegi íslenskra kvenna í Hólavallakirkjugarði klukkan 11 í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir