Fleiri fréttir

Fundi flug­freyja og Icelandair lokið

Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.

Rannsókn lokið og allir sektaðir nema einn

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið.

Vísa sjö Rúmenanna úr landi

Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví.

Ræða forsendur kjarasamninga á formannafundi

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum.

Lík­fundur í smá­báta­höfninni ekki saka­mál

Andlát karlmanns, sem fannst í berginu við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík í gær, er ekki rannsakað sem sakamál, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Eliza búin að kjósa

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun.

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar.

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum

Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt

Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Um­ræða um smá­hýsi lituð af miklu skilnings­leysi

Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda enn hjá ríkissáttasemjara. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið.

Ekkert lát á jarð­skjálfta­hrinunni

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti.

Einn greindist á landa­mærunum

Átta virk smit eru á landinu og fjölgar þeim um eitt milli daga. Eitt smit greindist í landamæraskimun en alls voru 961 skimaðir.

Sjá næstu 50 fréttir