Fleiri fréttir

Ekki búið að rekja upp­runa smitsins á Hlíf

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins.

Tíu til 18 stiga hiti í dag

Áfram má búast við rólegu bjartviðri víðast hvar á landinu. Þó búast megi við að skýjað verði með köflum á Austurlandi og þá sérstaklega með sjónum.

Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví.

Kaffihús í gömlum amerískum skólabíl í Vík í Mýrdal

Margir af þeim sem hafa átt leið um Vík í Mýrdal í sumar hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð gamla gula ameríska skólarútu við tjaldsvæðið. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skólabílakaffihús.

Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða

Þrátt fyrir að menningarnótt hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góð í dag. 

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum.

Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra

Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum.

Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví

Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví.

Besta sumar Jólagarðsins í Eyjafirði í tuttugu og fimm ár

Jólastemmingin hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar í jólagarðinum í Eyjafirði því þar hefur verið met aðsókn af gestum, ekki síst Íslendingum, sem hafa farið þangað til að fá nasaþefinn af jólunum nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til jóla.

Þörf á upplýsingum um markmið sóttvarna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingar hertra reglna á landamærunum frá því síðustu viku, muni birtast af fullum þunga á næstunni. Fólk í ferðaþjónustu sé dofið, vonsvikið og í áfalli.

Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rang­á

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir.

Níu greindust með veiruna innan­lands

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sex greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrír hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Fullur þrýstingur kominn á aftur eftir leka

Viðgerð vegna leka úr hitaveitulögn í Hafnarfirði í gær lauk skömmu fyrir þrjú í nótt. Loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar, á Álftanesi og hluta Garðabæjar vegna lekans.

Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu

Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót.

Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni

Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur.

Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum

Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átta eru smitaðir af kórónuveirunni eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Allir nema tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru á hótelinu í vikunni og þurfa að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að slaka á samkomutakmörkunum nú eins og verið var að skoða.

Furða sig á málshöfðun Lilju

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi.

Sjö smituð á Hótel Rangá

Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað.

Sjá næstu 50 fréttir