Fleiri fréttir

„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“

Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana.

Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð.

Með risasvepp sem bragðast eins og steik

Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik.

Sam­ræma þjónustu fyrir flótta­fólk sem kemur til landsins

Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn.

Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni

Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 

Útinám vinsælt á Laugarvatni

Mikil ánægja er með útinám, sem Bláskógaskóli á Laugarvatni er með fyrir nemendur sína. 74 börn eru í skólanum og starfsmennirnir eru um 20.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 

109 þúsund fjár slátrað á Selfossi

Haustslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfoss hófst í dag en reiknað er með að slátra um 109 þúsund fjár á næstu tveimur mánuðum í sláturtíðinni.

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara

Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð rætast með mistökum við skimanir hjá félaginu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant.

Sjá næstu 50 fréttir