Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira