Fleiri fréttir

24 innanlandssmit greindust í gær

Alls greindust 24 með kórónuveiruna innanlands í gær. 17 af þessum 24 voru í sóttkví. Helmingi færri sýni voru tekin í gær en í fyrradag þegar 54 innanlandssmit greindust.

Eftirför í Mosfellsbæ

Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi.

Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað

Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna.

„Ég ætla ekki að vera til vandræða“

„Ég er ekki að hætta vegna þess að ég tel að ég sé orðinn útbrunninn eða að ég sé orðinn leiður á pólitík, heldur einfaldlega vegna þess að ég tel þetta bara góðan tíma fyrir alla viðkomandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur hættir í pólitík

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári.

Íþróttir óheimilar en Golfsambandið greinir stöðuna

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands vinnur nú að því að „greina stöðuna“ í kjölfar strangari sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld kynntu í gær og tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt hertum reglum er allt íþróttastarf óheimilt.

Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hvetur sveitarfélög á svæðinu til framkvæmda á tímum Covid-19. Þá vill hún sjá stærri eða smærri sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga

Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, biður rjúpnaskyttur og aðra sem finna fyrir yfirgnæfandi ferðaþörf og ævintýramennsku nú um helgina til þess að fara varlega.

Grímu­skylda í Strætó hert

Grímuskylda fyrir öll fædd fyrir árið 2015 tekur gildi í Strætó á morgun, samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum sem tilkynnt var um í dag.

„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“

Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma.

Íslands verður miðstöð svefnrannsókna

Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi.

Boða byltingu í loftslagsmálum

Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Húsavík sem gerir kleift að hreinsa og og binda milljón tonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir um að ræða byltingu í loftslagsmálum.

Sjá næstu 50 fréttir