Hefja undirskriftasöfnun til að sýna fjölskyldunni stuðning Elísabet Inga Sigurðardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. október 2020 15:47 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi. Vísir/Sigurjón Vinir fjölskyldunnar sem vísa á að óbreyttu úr landi eftir sex ára dvöl hérlendis hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Lögmaður fjölskyldunnar bíður eftir endurupptöku málsins. Í kvöldfréttum í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem eru frá Senegal en hafa búið sér í tæp sjö ár en verður að óbreyttu vísað úr landi. Dætur þeirra sem eru sex og þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag þegar Landsréttur dæmdi að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. „Við verðum að standa saman og krefjast þess að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin,“ segir í lýsingu undirskriftasöfnunarinnar. „Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. „Málið er bara í ferli en þetta vakti mikil viðbrögð og ég er að fá mikið af skilaboðum, fólk vill endilega sýna þessu stuðning og ég veit að það eru vinir þeirra og velunnarar að fara að hrinda af stað undirskriftasöfnun til að sýna þeim stuðning,“ sagði Elín Árnadóttir, lögmaður í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Vinir fjölskyldunnar sem vísa á að óbreyttu úr landi eftir sex ára dvöl hérlendis hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Lögmaður fjölskyldunnar bíður eftir endurupptöku málsins. Í kvöldfréttum í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem eru frá Senegal en hafa búið sér í tæp sjö ár en verður að óbreyttu vísað úr landi. Dætur þeirra sem eru sex og þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag þegar Landsréttur dæmdi að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. „Við verðum að standa saman og krefjast þess að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin,“ segir í lýsingu undirskriftasöfnunarinnar. „Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. „Málið er bara í ferli en þetta vakti mikil viðbrögð og ég er að fá mikið af skilaboðum, fólk vill endilega sýna þessu stuðning og ég veit að það eru vinir þeirra og velunnarar að fara að hrinda af stað undirskriftasöfnun til að sýna þeim stuðning,“ sagði Elín Árnadóttir, lögmaður í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent