Fleiri fréttir Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19.2.2021 21:48 „Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. 19.2.2021 21:01 Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. 19.2.2021 20:00 Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól. 19.2.2021 19:37 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19.2.2021 19:31 Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. 19.2.2021 19:23 Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19.2.2021 19:21 Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag. 19.2.2021 18:52 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19.2.2021 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því að Fiskistofa hefur á þessu ári staðið fleiri að ólöglegu brottkasti á fiski en nokkru sinni áður á sama tímabili. Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. 19.2.2021 18:05 Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 19.2.2021 17:06 DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19.2.2021 16:31 Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar. 19.2.2021 15:57 Farbann meints barnaníðings staðfest Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. 19.2.2021 15:42 Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2021 15:17 Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19.2.2021 15:15 Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. 19.2.2021 15:05 Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. 19.2.2021 14:20 Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. 19.2.2021 13:30 Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. 19.2.2021 13:14 Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19.2.2021 12:47 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19.2.2021 12:15 Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. 19.2.2021 12:11 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19.2.2021 12:10 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19.2.2021 12:06 85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt. 19.2.2021 11:35 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þá staðrreynd að Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra. 19.2.2021 11:33 Bein útsending: Útrýmum biðlistum - Látum þjónustuna vera leiðarstefið Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann innan heilbrigðiskerfisins fer fram í hádeginu í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 19.2.2021 11:30 130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi. 19.2.2021 10:53 Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Smitið er það fyrsta sem greinist hér á landi í eina viku. 19.2.2021 10:36 Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19.2.2021 10:23 Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. 19.2.2021 07:58 Lægð nálgast landið Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 19.2.2021 07:04 Ísland áfram eina græna land Evrópu Fjórðu vikuna í röð er Ísland eina græna landið á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 19.2.2021 06:33 Misjafnt hvort atvinnulausir og öryrkjar greiði lægri leikskólagjöld Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið. 18.2.2021 21:42 Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 18.2.2021 21:01 Sauðfjárbóndi skammar sauðfjárbændur „Sauðfjárbændur hafa gloprað niður allri sinni markaðssetningu með kjötið sitt og eru því í þeirri stöðu sem þeir eru í dag“ segir sauðfjárbóndi á Suðurlandi. Svínakjöt selst nú í fyrsta skipti betur en lambakjöt. 18.2.2021 20:05 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18.2.2021 19:34 Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18.2.2021 19:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu sóttvarnaaðgerðum sem taka gildi á landamærunum á morgun og förum yfir stöðuna á Keflavíkurflugvelli. Stöðugt færri farþegar koma til landsins með einni til fjórum flugvélum á dag sem eru suma dagana jafnvel færri en eru að fljúga daglega innanlands. 18.2.2021 18:00 Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. 18.2.2021 17:25 Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið. 18.2.2021 17:02 Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18.2.2021 16:27 Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. 18.2.2021 16:19 Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18.2.2021 14:50 Sjá næstu 50 fréttir
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19.2.2021 21:48
„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. 19.2.2021 21:01
Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. 19.2.2021 20:00
Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól. 19.2.2021 19:37
Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19.2.2021 19:31
Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. 19.2.2021 19:23
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19.2.2021 19:21
Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag. 19.2.2021 18:52
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19.2.2021 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því að Fiskistofa hefur á þessu ári staðið fleiri að ólöglegu brottkasti á fiski en nokkru sinni áður á sama tímabili. Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. 19.2.2021 18:05
Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 19.2.2021 17:06
DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19.2.2021 16:31
Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar. 19.2.2021 15:57
Farbann meints barnaníðings staðfest Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. 19.2.2021 15:42
Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2021 15:17
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19.2.2021 15:15
Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. 19.2.2021 15:05
Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. 19.2.2021 14:20
Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. 19.2.2021 13:30
Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. 19.2.2021 13:14
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19.2.2021 12:47
Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19.2.2021 12:15
Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. 19.2.2021 12:11
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19.2.2021 12:10
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19.2.2021 12:06
85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt. 19.2.2021 11:35
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þá staðrreynd að Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra. 19.2.2021 11:33
Bein útsending: Útrýmum biðlistum - Látum þjónustuna vera leiðarstefið Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann innan heilbrigðiskerfisins fer fram í hádeginu í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 19.2.2021 11:30
130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi. 19.2.2021 10:53
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Smitið er það fyrsta sem greinist hér á landi í eina viku. 19.2.2021 10:36
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19.2.2021 10:23
Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. 19.2.2021 07:58
Lægð nálgast landið Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 19.2.2021 07:04
Ísland áfram eina græna land Evrópu Fjórðu vikuna í röð er Ísland eina græna landið á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 19.2.2021 06:33
Misjafnt hvort atvinnulausir og öryrkjar greiði lægri leikskólagjöld Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið. 18.2.2021 21:42
Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 18.2.2021 21:01
Sauðfjárbóndi skammar sauðfjárbændur „Sauðfjárbændur hafa gloprað niður allri sinni markaðssetningu með kjötið sitt og eru því í þeirri stöðu sem þeir eru í dag“ segir sauðfjárbóndi á Suðurlandi. Svínakjöt selst nú í fyrsta skipti betur en lambakjöt. 18.2.2021 20:05
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18.2.2021 19:34
Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18.2.2021 19:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu sóttvarnaaðgerðum sem taka gildi á landamærunum á morgun og förum yfir stöðuna á Keflavíkurflugvelli. Stöðugt færri farþegar koma til landsins með einni til fjórum flugvélum á dag sem eru suma dagana jafnvel færri en eru að fljúga daglega innanlands. 18.2.2021 18:00
Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. 18.2.2021 17:25
Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið. 18.2.2021 17:02
Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18.2.2021 16:27
Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. 18.2.2021 16:19
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18.2.2021 14:50