Farbann meints barnaníðings staðfest Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 15:42 Rannsókn málsins er hraðað sem kostur er. vísir/vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira