Fleiri fréttir Sleginn í höfuðið af grímuklæddum árásarmanni Maður hafði samband við lögreglu snemma í gærkvöldi og sagðist hafa orðið fyrir árás af höndum grímuklædds manns í hverfi 105. Sagði hann árásarmanninn hafa slegið sig í höfuðið með áhaldi og þá reyndist hann einnig með áverka á hendi. 3.4.2021 07:06 Velferðarnefnd fundar með Svandísi vegna sóttkvíarhótela eftir helgi Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman eftir helgi til þess að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærum sem meðal annars fela í sér að ferðamenn frá ákveðnum löndum séu skikkaðir til að dvelja á sóttkvíarhótelum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur verið boðuð á fundinn. 2.4.2021 22:50 Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2.4.2021 22:16 Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. 2.4.2021 20:25 Gular viðvaranir um Páskahelgi Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 2.4.2021 19:16 Eins og verið sé að „sópa málinu undir teppi og kæfa umræðu“ Kona í áhættuhópi sem greindist með HPV veiruna í krabbameinsskimun hefur nú beðið í fjóra mánuði eftir að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku. Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skráð sig í Facebookhópinn Aðför að heilsu kvenna. 2.4.2021 18:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra verður kallaður fyrir fund velferðarnefndar Alþingis um páskana vegna efasemda þingmanna um að það standist lög að skylda farþega til þess að dvelja á sóttkvíarhóteli. Formaður velferðarnefndar segir að um sé að ræða frelsissviptingu og vill að brugðist verði hratt við. 2.4.2021 18:01 Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2.4.2021 16:35 Lokuðu á streymið frá eldstöðvunum eftir að skilti var sett fyrir myndavélina Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið. 2.4.2021 15:23 Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2.4.2021 14:24 Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. 2.4.2021 14:10 Auðlindin virkar vel á Selfossi Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. 2.4.2021 14:04 Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2.4.2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2.4.2021 13:28 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2.4.2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2.4.2021 13:04 Hádegisfréttir Bylgjunnar Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 2.4.2021 12:08 Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þá greindist einn á landamærunum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum. 2.4.2021 10:58 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2.4.2021 10:18 Víða milt veður í dag Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld. 2.4.2021 08:47 Eldur kom upp í kjallaraíbúð Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu. 2.4.2021 08:38 Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. 2.4.2021 08:25 Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2.4.2021 07:50 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2.4.2021 00:59 Tæp sextíu prósent andvíg núverandi kvótakerfi Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins. 1.4.2021 22:31 Átta ár frá hvarfi Friðriks: „Búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa“ Nú eru liðin átta ár síðan Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust í Paragvæ og hefur ekkert spurst til hans síðan. Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks, birti í gær færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til fólks sem vissi eitthvað um hvarf Friðriks að stíga fram og segja frá. 1.4.2021 21:41 Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. 1.4.2021 19:37 Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári. 1.4.2021 19:27 Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1.4.2021 18:56 Fangi lést á Litla-Hrauni í nótt Vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn í klefa sínum í morgun. Þetta staðfestir Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar í samtali við fréttastofu. Ekki leikur grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Búið er að virkja viðbragðsáætlun sem á við í tilfellum sem þessum að sögn Páls. 1.4.2021 18:29 Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1.4.2021 18:17 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bólusettur Íslendingur greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Við ræðum við sóttvarnalækni um málið og förum á sóttvarnahótel þar sem nú er tekið á móti ferðamönnum frá rauðum og gráum löndum. 1.4.2021 18:02 Líkfundur í fjörunni á Vopnafirði Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 1.4.2021 14:20 Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1.4.2021 13:23 Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. 1.4.2021 12:55 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1.4.2021 12:48 Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. 1.4.2021 12:14 Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1.4.2021 12:00 Smitin tengjast skólunum og meðalaldur smitaðra er 17 ára Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring og aðeins einn var utan sóttkvíar. Meðalaldur smitaðra er 17 ára. 1.4.2021 11:58 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf. 1.4.2021 11:32 Fimm af sex sem greindust voru í sóttkví Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring. Af þeim voru fimm í sóttkví við greiningu. 1.4.2021 10:44 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1.4.2021 10:35 Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1.4.2021 10:24 Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. 1.4.2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1.4.2021 08:51 Sjá næstu 50 fréttir
Sleginn í höfuðið af grímuklæddum árásarmanni Maður hafði samband við lögreglu snemma í gærkvöldi og sagðist hafa orðið fyrir árás af höndum grímuklædds manns í hverfi 105. Sagði hann árásarmanninn hafa slegið sig í höfuðið með áhaldi og þá reyndist hann einnig með áverka á hendi. 3.4.2021 07:06
Velferðarnefnd fundar með Svandísi vegna sóttkvíarhótela eftir helgi Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman eftir helgi til þess að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærum sem meðal annars fela í sér að ferðamenn frá ákveðnum löndum séu skikkaðir til að dvelja á sóttkvíarhótelum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur verið boðuð á fundinn. 2.4.2021 22:50
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2.4.2021 22:16
Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. 2.4.2021 20:25
Gular viðvaranir um Páskahelgi Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 2.4.2021 19:16
Eins og verið sé að „sópa málinu undir teppi og kæfa umræðu“ Kona í áhættuhópi sem greindist með HPV veiruna í krabbameinsskimun hefur nú beðið í fjóra mánuði eftir að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku. Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skráð sig í Facebookhópinn Aðför að heilsu kvenna. 2.4.2021 18:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra verður kallaður fyrir fund velferðarnefndar Alþingis um páskana vegna efasemda þingmanna um að það standist lög að skylda farþega til þess að dvelja á sóttkvíarhóteli. Formaður velferðarnefndar segir að um sé að ræða frelsissviptingu og vill að brugðist verði hratt við. 2.4.2021 18:01
Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2.4.2021 16:35
Lokuðu á streymið frá eldstöðvunum eftir að skilti var sett fyrir myndavélina Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið. 2.4.2021 15:23
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2.4.2021 14:24
Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. 2.4.2021 14:10
Auðlindin virkar vel á Selfossi Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. 2.4.2021 14:04
Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2.4.2021 13:51
Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2.4.2021 13:28
Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2.4.2021 13:27
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2.4.2021 13:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 2.4.2021 12:08
Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þá greindist einn á landamærunum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum. 2.4.2021 10:58
„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2.4.2021 10:18
Víða milt veður í dag Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld. 2.4.2021 08:47
Eldur kom upp í kjallaraíbúð Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu. 2.4.2021 08:38
Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. 2.4.2021 08:25
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2.4.2021 07:50
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2.4.2021 00:59
Tæp sextíu prósent andvíg núverandi kvótakerfi Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins. 1.4.2021 22:31
Átta ár frá hvarfi Friðriks: „Búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa“ Nú eru liðin átta ár síðan Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust í Paragvæ og hefur ekkert spurst til hans síðan. Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks, birti í gær færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til fólks sem vissi eitthvað um hvarf Friðriks að stíga fram og segja frá. 1.4.2021 21:41
Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. 1.4.2021 19:37
Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári. 1.4.2021 19:27
Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1.4.2021 18:56
Fangi lést á Litla-Hrauni í nótt Vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn í klefa sínum í morgun. Þetta staðfestir Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar í samtali við fréttastofu. Ekki leikur grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Búið er að virkja viðbragðsáætlun sem á við í tilfellum sem þessum að sögn Páls. 1.4.2021 18:29
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1.4.2021 18:17
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bólusettur Íslendingur greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Við ræðum við sóttvarnalækni um málið og förum á sóttvarnahótel þar sem nú er tekið á móti ferðamönnum frá rauðum og gráum löndum. 1.4.2021 18:02
Líkfundur í fjörunni á Vopnafirði Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 1.4.2021 14:20
Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1.4.2021 13:23
Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. 1.4.2021 12:55
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1.4.2021 12:48
Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. 1.4.2021 12:14
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1.4.2021 12:00
Smitin tengjast skólunum og meðalaldur smitaðra er 17 ára Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring og aðeins einn var utan sóttkvíar. Meðalaldur smitaðra er 17 ára. 1.4.2021 11:58
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf. 1.4.2021 11:32
Fimm af sex sem greindust voru í sóttkví Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring. Af þeim voru fimm í sóttkví við greiningu. 1.4.2021 10:44
Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1.4.2021 10:35
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1.4.2021 10:24
Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. 1.4.2021 10:24
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1.4.2021 08:51