„Ég get staðfest það að komið var að fanga látnum í morgun í klefa hans,“ segir Páll. „Það bendir ekkert til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. En eins og með önnur sambærileg mál verður þetta rannsakað af lögreglu,“ segir Páll.
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna en að sögn Páls ríkir mikill harmur meðal starfsmanna og annarra vistmanna á Litla-Hrauni.