Lokuðu á streymið frá eldstöðvunum eftir að skilti var sett fyrir myndavélina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 15:23 „Engar brottvísanir.“ Bak við skiltið rétt glyttir í annan gíganna í Geldingadölum. Skjáskot/RÚV Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið. Í svari Braga Reynissonar, öryggisstjóra RÚV og yfirmanns útsendingarinnar, kemur fram að færst hafi í aukana að fólk stilli sér upp fyrir framan vefmyndavélina sem komið hefur verið upp við gosstöðvarnar. Það komi í veg fyrir að fólk heima í stofu geti fylgst með því sem fyrir augu ber. „Nú um hádegisbil voru aðilar búnir að reka niður skilti fyrir framan vélina og því var ekki frá neinu eldgosi að sýna, því tókum við þá tæknilegu ákvörðun að taka myndina úr loftinu. Við fengum í kjölfarið aðstoð björgunarsveita við að fjarlægja skiltið svo gosið sæist aftur frá vélinni,“ segir í svari til fréttastofu. Útsendingin lá niðri í um það bil sjö mínútur, með örstuttu hléi þar sem skiltið sást aftur. Útsendingin var rofin upp úr klukkan 13 í dag.Skjáskot/RÚV Þá segir að einkar erfitt sé að ganga frá vélinni á fjallstoppi þannig að ekkert byrgi sýn og myndin sé stöðug á sama tíma. Ekki stendur til að setja öryggisvakt við vélina. „Við vonum því sannarlega að við getum haldið áfram þessum beinu útsendingum en hikum ekki við að taka streymi úr loftinu ef ekkert eldgos er lengur að sjá.“ Hér að neðan má sjá beint streymi RÚV frá Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Í svari Braga Reynissonar, öryggisstjóra RÚV og yfirmanns útsendingarinnar, kemur fram að færst hafi í aukana að fólk stilli sér upp fyrir framan vefmyndavélina sem komið hefur verið upp við gosstöðvarnar. Það komi í veg fyrir að fólk heima í stofu geti fylgst með því sem fyrir augu ber. „Nú um hádegisbil voru aðilar búnir að reka niður skilti fyrir framan vélina og því var ekki frá neinu eldgosi að sýna, því tókum við þá tæknilegu ákvörðun að taka myndina úr loftinu. Við fengum í kjölfarið aðstoð björgunarsveita við að fjarlægja skiltið svo gosið sæist aftur frá vélinni,“ segir í svari til fréttastofu. Útsendingin lá niðri í um það bil sjö mínútur, með örstuttu hléi þar sem skiltið sást aftur. Útsendingin var rofin upp úr klukkan 13 í dag.Skjáskot/RÚV Þá segir að einkar erfitt sé að ganga frá vélinni á fjallstoppi þannig að ekkert byrgi sýn og myndin sé stöðug á sama tíma. Ekki stendur til að setja öryggisvakt við vélina. „Við vonum því sannarlega að við getum haldið áfram þessum beinu útsendingum en hikum ekki við að taka streymi úr loftinu ef ekkert eldgos er lengur að sjá.“ Hér að neðan má sjá beint streymi RÚV frá Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira