Fleiri fréttir

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

„Skæru­liða­deild“ Sam­herja reyndi að hafa á­hrif á for­manns­kjör BÍ

Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega.

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hraun tók að flæða yfir annan varnargarðanna í nótt og stefnir nú í átt að Nátthaga. Fólk er beðið um að gæta varúðar á svæðinu en það gæti tekið nokkrar vikur fyrir hraunið að ná að Suðurstrandavegi.

Ný slökkviskjóla tekin í gagnið

Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum.

Enginn greindist smitaður í gær

Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Sýknaður af á­kæru um nauðgun í Lands­rétti

Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári.

Þrír ungir menn hand­teknir grunaðir um líkams­á­rás

Þrír ungir menn voru handteknir á miðnætti í gær grunaðir um líkamsárás í Breiðholti. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Brutu þeir þá lögreglusamþykkt og fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Skora á SÍS að „hysja upp um sig buxurnar“ og stytta vinnu­vikuna

Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) segir að Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) og sveitar­fé­lög vítt og breytt um landið hafi ekki sinnt því að inn­leiða styttingu vinnu­vikunnar sem samið var um í kjara­samningum í fyrra. Sam­bandið segir sveitar­fé­lögin fá „al­gera fall­ein­kunn“.

Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu

Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Á­rekstur milli rútu og mótor­hjóls

Á­rekstur varð milli rútu og mótor­hjóls á gatna­mótum Kringlu­mýrar­brautar og Lista­brautar fyrir skemmstu. Enginn er al­var­lega slasaður sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu.

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Kristján Einar sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás

Kristján Einar Sigur­björns­son, unnusti söng­konunnar Svölu Björg­vins­dóttur, var í dag sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás í Lands­rétti. Dómi héraðs­dóms í málinu var þannig snúið við en Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkams­á­rásina í desember 2019.

Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu

Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hundrað og fimm­tíu mega koma saman á þriðju­dag og grímu­skylda verður af­numin að hluta. Við fjöllum um af­léttingar á sótt­varna­að­gerðum í fréttum okkar í kvöld og ræðum við heil­brigðis­ráð­herra, for­sætis­ráð­herra og veitinga­mann en ætla má að sá geiri sé himin­lifandi með þessar af­léttingar.

Hraunið komið yfir ný­lagðan ljós­leiðara

Ljós­leiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnar­garðinn á gos­stöðvunum síðasta þriðju­dag til að mæla á­hrif hraun­rennslis á ljós­leiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur á­fram mun hraun á endanum renna niður að Suður­stranda­vegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljós­leiðara Mílu sem hring­tengir Reykja­nesið.

Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður

Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda.

Fyrsta konan til að gegna stöðu skóla­stjóra

Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum.

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní

Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu.

Á­fram grímu­skylda í Strætó

Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu.

Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta

Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti.

Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd

Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað.

Bólu­settir verða á­fram skimaðir á landa­mærum

Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um þær afléttingar sem taka gildi bæði innanlands og á landamærum í næstu viku. Hundrað og fimmtíu mega nú koma saman og grímuskyldan verður aflögð að miklu leyti. Enginn greindist smitaður innanlands í gær og aðeins einn á landamærum.

Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag

Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Losun frá íslenskum iðnaði dróst aðeins saman

Stöðvun á starfsemi kísilvers PCC á Bakka í fyrra er talin meginástæða 1,8% samdráttar á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á Íslandi sem heyrir undir evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir á milli ára í fyrra.

Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum

Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim.

Sjá næstu 50 fréttir