Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólu­setningu

Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma.

Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 

Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi

Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar.

Ís­lensku öndunar­vélarnar komnar til Ind­lands

Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi.

Sjálf­stæðis­flokkur, Píratar og Fram­sókn með mest fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn.

Mjöll bar þremur sprelllifandi kálfum

Sá óvenjulegur atburður átti sér stað í gær að kýrin Mjöll á bænum Miðskógi í Dalabyggð bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Þríkelfingnum og móður þeirra heilsast vel.

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins. 

Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka

Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.  

Drífa yfirheyrir Ingu Sæland

Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Bíl­slys við Grundar­tanga

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Skúta brann á Seyðisfirði í gærkvöldi

Skútan Stephima varð alelda í gærkvöldi, þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp en hún er mjög illa farin. Eldsupptök eru óljós.

Leituðu blóðugs manns í Smárahverfinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt blóðugs manns en án árangurs. Tilkynning barst um „illa farinn“ mann í Smárahverfinu rétt fyrir kl. 4 en hann fannst ekki.

Sendu út 10 þúsund skyndi­boðanir í bólu­setningu

Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist.

Rúmur fjórðungur stefnir til út­landa á þessu ári

Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út.

Kara Guð­rún Mel­stað er látin

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár

Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur.

Þingmenn skulda Samherja engar skýringar

Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni.

Býst við svipuðum smit­tölum næstu daga

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru fjórir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. 

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Sjá næstu 50 fréttir