Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru fjórir þeirra í sóttkví en einn ekki. Við ræðum í hádegisfréttum við sóttvarnalækni um stöðu faraldursins en hann býst við svipuðum tölum næstu daga.

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Mannanafnanefnd samþykkir Gosa og Egilínu

Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum eiginnöfnin Gosi og Egilína. Þá geta foreldrar nú nefnt börn sín Haron og Martel, samkvæmt úrskurðum nefndarinnar.

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Sagðist ekki hefðu stolið af barni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þjófnaðar á rafmagnshlaupahjóli. Atvik máls voru á þá leið að eigandi hjólsins, sem var tíu ára, hafði farið inn í verslun og skilið hjólið eftir fyrir utan.

Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina

Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar.

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum

Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja.

Íslendingar megi ekki sofna á verðinum

Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum.

Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar

Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafið Dana um skýringar vegna þáttar þeirr aí njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í nokkrum nágrannaríkjum. Rætt verður við ráðherra og fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við­bragðs­stigum vegna hættu á gróður­eldum af­létt

Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu.

Töflur og sjóveikisbönd staðalbúnaður í turni sem ruggar eins og bátur

Það er kröpp lægð á leiðinni segir Veðurstofan og þá er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna á efstu hæð í hæstu byggingu Íslands. Þar sitja starfsmenn á fjármálasviði Alvogen og hinir sjóveikustu hljóta að kvíða næstu dögum, því að þegar blæs almennilega, er efsta hæðin „eins og maður sé í árabát.“

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

„Við vorum aug­ljós­lega ekki vel­komnir og þeim er sama um okkur“

Ein þeirra sem mætti ó­vænt í kosninga­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra síðasta laugar­dag til að spyrja hana spjörunum úr um mál­efni hælis­leit­enda, segir við­tökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og fram­bjóð­endur Sjálf­stæðis­flokksins vildu meina við Vísi um helgina.

„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“

„Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því.

Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa

Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa.

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 

Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju?

Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin.

Handa­hófs­kennd bólu­setningar­boðun eftir ár­gangi og kyni

Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður.

Óléttar konur fá misvísandi skilaboð og upplifa óvissu

Óléttar konur verða að meta það sjálfar hvort þær kjósa að láta bólusetja sig gegn Covid-19, að teknu tilliti til áhættuþátta. Íslenskar leiðbeiningar eru ekki afdráttarlausar, enda takmarkaðar rannsóknir fyrir hendi.

Þjófar réðust á starfsmann lyfjaverslunar

Tveir menn réðust á starfsmann lyfjaverslunar í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi en hann veitti þeim eftirför eftir að þeir létu greipar sópa í versluninni.

Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur

Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga.

Segir gróður­elda­vána komna til að vera

Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu.

Sjá næstu 50 fréttir