Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður kastljósinu vitanlega beint að blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir hádegið þar sem tilkynnt var um að öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt.

Öllu aflétt innanlands á miðnætti

Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld.

Varnargarður rís í Nátthaga

Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita

Ekki þarf að koma á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19. Slíkt þekkist af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannes­­sonar, sér­­­náms­­læknis í lyf­­lækningum á Land­­spítalanum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á því að verulegar breytingar á samkomutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hefja leit að John Snorra og Sadpara

Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu.

Hægt að létta verulega á takmörkunum

Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum.

Bjarni var aldrei rannsakaður

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra.

Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum

Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana.

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Af­nema á­kvæði um for­gangs­röðun við bólu­setningu

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði reglugerðar sem kveður á um forgangshópa. Samkvæmt áætlun eiga allir þeir sem skilgreindir eru í forgangshópum að vera búnir að fá boð í bólusetningu í lok þessarar viku.

Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu

Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök.

Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn

„Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“

Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn

Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði.

Ekki hægt að anna skimunum á bólu­settum við landa­mærin

Ingi­björg Salóme Stein­dórs­dóttir, verk­efna­stjóri hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir ekki hægt að anna á­fram­ham­haldandi skimunum á bólu­settum og þeim sem eru með mót­efna­vott­orð á landa­mærunum.

Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring

Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni.

„Ég er með gott fréttanef“

Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef.

Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu

Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum.

Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli

Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gífurlegt álag er á þeim sem sinna sýnatökum og vottorðaskoðunum á landamærunum. Ferðamönnum fjölgar stöðugt og verkefnastjóri segir ekki hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og fólki með mótefnavottorð á landamærunum.

Úti­loka ekki stofnun nýs flokks

Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans.

Sjá næstu 50 fréttir