Fleiri fréttir Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9.7.2021 15:57 Leita manns sem vann fjórfaldan lottópott Maðurinn sem vann fjórfaldan óskiptan lottópott þann 12. júní síðastliðinn er enn ófundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna. 9.7.2021 13:28 Ritstjóri Vb vísar meintri kvenfyrirlitningu á bug Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum blaðsins eiga ekki við rök að styðjast. 9.7.2021 12:02 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9.7.2021 12:01 Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur. 9.7.2021 11:47 Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9.7.2021 11:46 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um mál læknisins sem sviptur var lækningaleyfinu fyrir að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á sjúklingum sínum, meðal annars á börnum. 9.7.2021 11:34 Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. 9.7.2021 11:08 Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. 9.7.2021 10:21 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9.7.2021 09:54 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9.7.2021 08:35 Fjórar konur á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu. 9.7.2021 08:16 Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina. 9.7.2021 06:25 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8.7.2021 23:47 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8.7.2021 21:21 Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. 8.7.2021 19:31 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8.7.2021 18:59 Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8.7.2021 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að háls, nef- og eyrnalækni sem sviptur var starfsleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða hafi skort faglega hæfni og dómgreind. Embættið mun á næstunni upplýsa sjúklinga og forráðamenn þeirra um málið. 8.7.2021 18:11 Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8.7.2021 18:05 Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. 8.7.2021 17:01 Tveir fluttir á spítala eftir bílveltu á Bústaðarvegi Bíll valt á Bústaðarvegi um klukkan þrjú í dag eftir að hafa lent í árekstri við annan bíl. Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala. 8.7.2021 16:08 Tækniskólinn í Hafnarfjörð Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. 8.7.2021 15:29 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8.7.2021 15:15 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8.7.2021 15:12 Fær milljarðinn millifærðan á morgun Maðurinn sem vann rúmlega 1.270 milljónir króna í Vikinglottó í síðasta mánuði fær upphæðina millifærða inn á reikning sinn á morgun, algerlega skattfrjálst. 8.7.2021 14:27 Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi. 8.7.2021 14:01 Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8.7.2021 13:00 Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. 8.7.2021 12:53 Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. 8.7.2021 12:07 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8.7.2021 12:00 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um mál sem kom upp hjá Isavia ANS en á dögunum var tveimur flugumferðarstjórum sagt upp störfum vegna gruns um að þeir hafi brotið á ungum nema í flugumferðarstjórn. 8.7.2021 11:36 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8.7.2021 10:45 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8.7.2021 10:43 Forsetinn klappar Patta bróður lof í lófa Patrekur Jóhannesson var nýverið sæmdur silfurmerki Austurríkis á Bessastöðum. 8.7.2021 09:45 Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. 8.7.2021 07:01 Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 8.7.2021 06:48 Líkamsárás og kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi þegar óskað var aðstoðar vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn, grunaður um árásina. Málið er í rannsókn. 8.7.2021 06:22 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8.7.2021 00:54 Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8.7.2021 00:10 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7.7.2021 23:02 Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. 7.7.2021 21:31 Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. 7.7.2021 19:00 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7.7.2021 18:31 Sviptur læknaleyfi eftir að upp komst um ónauðsynlegar aðgerðir Háls, nef- og eyrnalæknir hefur verið sviptur læknaleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, meðal annars á börnum. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins. 7.7.2021 18:31 Sjá næstu 50 fréttir
Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9.7.2021 15:57
Leita manns sem vann fjórfaldan lottópott Maðurinn sem vann fjórfaldan óskiptan lottópott þann 12. júní síðastliðinn er enn ófundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna. 9.7.2021 13:28
Ritstjóri Vb vísar meintri kvenfyrirlitningu á bug Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fullyrðingar um að konur séu gagnrýndar frekar en karlar í skoðanapistlum blaðsins eiga ekki við rök að styðjast. 9.7.2021 12:02
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9.7.2021 12:01
Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur. 9.7.2021 11:47
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9.7.2021 11:46
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um mál læknisins sem sviptur var lækningaleyfinu fyrir að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á sjúklingum sínum, meðal annars á börnum. 9.7.2021 11:34
Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. 9.7.2021 11:08
Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. 9.7.2021 10:21
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9.7.2021 09:54
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9.7.2021 08:35
Fjórar konur á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu. 9.7.2021 08:16
Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina. 9.7.2021 06:25
„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8.7.2021 23:47
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8.7.2021 21:21
Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. 8.7.2021 19:31
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8.7.2021 18:59
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8.7.2021 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að háls, nef- og eyrnalækni sem sviptur var starfsleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða hafi skort faglega hæfni og dómgreind. Embættið mun á næstunni upplýsa sjúklinga og forráðamenn þeirra um málið. 8.7.2021 18:11
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8.7.2021 18:05
Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. 8.7.2021 17:01
Tveir fluttir á spítala eftir bílveltu á Bústaðarvegi Bíll valt á Bústaðarvegi um klukkan þrjú í dag eftir að hafa lent í árekstri við annan bíl. Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala. 8.7.2021 16:08
Tækniskólinn í Hafnarfjörð Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. 8.7.2021 15:29
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8.7.2021 15:15
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8.7.2021 15:12
Fær milljarðinn millifærðan á morgun Maðurinn sem vann rúmlega 1.270 milljónir króna í Vikinglottó í síðasta mánuði fær upphæðina millifærða inn á reikning sinn á morgun, algerlega skattfrjálst. 8.7.2021 14:27
Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi. 8.7.2021 14:01
Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8.7.2021 13:00
Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. 8.7.2021 12:53
Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. 8.7.2021 12:07
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8.7.2021 12:00
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um mál sem kom upp hjá Isavia ANS en á dögunum var tveimur flugumferðarstjórum sagt upp störfum vegna gruns um að þeir hafi brotið á ungum nema í flugumferðarstjórn. 8.7.2021 11:36
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8.7.2021 10:45
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8.7.2021 10:43
Forsetinn klappar Patta bróður lof í lófa Patrekur Jóhannesson var nýverið sæmdur silfurmerki Austurríkis á Bessastöðum. 8.7.2021 09:45
Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. 8.7.2021 07:01
Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 8.7.2021 06:48
Líkamsárás og kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi þegar óskað var aðstoðar vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn, grunaður um árásina. Málið er í rannsókn. 8.7.2021 06:22
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8.7.2021 00:54
Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8.7.2021 00:10
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7.7.2021 23:02
Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. 7.7.2021 21:31
Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. 7.7.2021 19:00
Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7.7.2021 18:31
Sviptur læknaleyfi eftir að upp komst um ónauðsynlegar aðgerðir Háls, nef- og eyrnalæknir hefur verið sviptur læknaleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, meðal annars á börnum. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins. 7.7.2021 18:31