Fleiri fréttir

Takmarkanir óbreyttar til 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19.  Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð.

Óvissan það allra erfiðasta

Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.

„Þetta eru miklar hamfarir“

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um Landspítalann en Páll Matthíasson hefur óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri.

Páll hættir sem forstjóri Landspítalans

Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti.

Fjögur í fram­boði til formanns Kennara­sam­bandsins

Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

31 greindist smitaður í gær

Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020

Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. 

Salernum stolið í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti

Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum.

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey

Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn

Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

90 ára og stendur á haus alla daga

Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna.

Loka leik­skólanum Efsta­hjalla í Kópa­vogi vegna myglu

Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi verður lokaður frá og með morgundeginum vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum. Bæjaryfirvöld segja að starfsemi skólans falli niður í tvo daga meðan unnið er að endurskipulagningu.

Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja

Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku.

Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir

Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar.

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að fimm Íslendingar voru handteknir í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð vegna líkamsárásar. Tveir hafa verið í haldi í tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.

Vill að blaðamennirnir láti allt flakka

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim.

Birgir Ármannsson verður formaður kjörbréfanefndar

Birgir Ármannsson var kjörinn formaður kjörbréfanefndar á fyrsta fundi undirbúningsnefndarinnar í dag. Hann hefur gegnt því hlutverki áður og hefur jafnframt langmesta reynslu allra af störfum í nefndinni.

Fylgist vel með hömlulausri Danmörku

Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt.

Fleiri skriður féllu í nótt

Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu.

Vilja að ný ríkis­stjórn lýsi yfir neyðar­á­standi í lofts­lags­málum

Land­vernd, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands og Ungir um­hverfis­sinnar krefjast þess að lofts­lags­mál verði í kjarna nýs ríkis­stjórnar­sam­starfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðast­liðin fjögur ár hafi lofts­lags­stefna stjórn­valda verið „ó­full­nægjandi og ein­kennst af hálf­káki.“

Rýmingu ekki aflétt

Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu.

Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum

Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir