Fleiri fréttir

Forseti Íslands í smitgát

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 

Skjálfti 3,3 að stærð

Skjálfti 3,3 stærð var við Keili klukkan 7:17 í morgun og fannst hann víða í byggð.

Undir­búnings­nefnd kjör­bréfa­nefndar fundar í dag

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga.

Einn upp á þrjú stig í nótt

Enn skelfur jörð í grennd við Keili og í nótt klukkan kortér yfir tvö kom skjálfti sem mældist þrjú stig að stærð. Sá var á 5,6 kílómetra dýpi og átti hann upptök sín 1,1 kílómetra SSV af Keili.

Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn

Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 

Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði

Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum.

Mörg hundruð kýr í sumarbústað

Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.

Enn skelfur jörð við Keili

Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá óveðrinu sem hefur geisað á norðvestanverðu landinu síðasta sólahringinn og heyrum í björgunarfólki á staðnum.

Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn

Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag.

„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“

Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti.

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Magnús sækist eftir formannsembættinu

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.

31 greindist smitaður í gær

Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku.

Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti

Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid.

Föt karlmanns fundust við Elliðaá

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána.

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum

Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö höldum við áfram að segja frá jarðskjálftahrinunni sem hefur nú staðið yfri síðan á mánudag.

Kjörbréfanefnd fullskipuð

Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni.

Stærsti skjálfti þessarar hrinu

Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi.

Sjá næstu 50 fréttir