Fleiri fréttir

Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum

Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 

Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“

Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 

Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun

Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum.

Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt

Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur.

Leit að Sigurði ekki enn borið árangur

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 

Braut gegn dóttur sinni og tveimur systur­dætrum

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna ofsaveðurs sem gengur yfir allt landið í kvöld. Rauðar stormviðvaranir taka gildi innan skamms en almannavarnir hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í gríðarlegum leysingum. Víðir Reynisson ræðir við okkur í beinni útsendingu í kvöld.

Óbólu­settir gætu á­fram sætt tak­mörkunum við landa­mærin

Lang­tíma­fyrir­komulag sótt­varna á landa­mærum verður til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun. Þar má vænta mikilla til­slakana og jafn­vel al­gerra af­léttinga fyrir bólu­setta. Nokkrar út­færslur eru til skoðunar en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólu­setta sem koma inn í landið.

Öllu flugi í fyrra­málið frestað eða af­lýst

Öllu flugi ís­lensku flug­fé­laganna til og frá Kefla­víkur­flug­velli í nótt og í fyrra­málið hefur verið frestað eða af­lýst vegna ó­veðursins. Allar flug­ferðir Icelandair frá Banda­ríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólar­hring.

Bílarnir ráði við salt­kassana og undan­þága veitt fyrir nagla­dekk

Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum.

Fyrsta and­lát vegna Co­vid á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

„Ég er hrædd um að þessi vika verði svo­lítið skrýtin“

Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 

Hafa mestar á­hyggjur af vatns­tjóni í borginni

Al­manna­varnir biðla til fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa á suð­vestur­horninu, að huga vel að niður­föllum við hús sín og í næsta ná­grenni fyrir kvöldið. Rauð við­vörun hefur verið gefin út vegna ó­veðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úr­komu.

Veður­vaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu.

Létta á reglum um ein­angrun og smit­gát fyrir starfs­menn

Land­spítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunar­vanda vegna fjölda smitaðra starfs­manna. Fram­vegis mega þrí­bólu­settir og ein­kenna­lausir starfs­menn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga ein­angrun.

Laus hross vegna yfirfullra skurða

Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi.

Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september.

Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið.

Í­búar himin­lifandi með að búið sé að bjarga húsunum

Í­búar við Reykja­víkur­veg í Hafnar­firði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjar­lægja 19 hús við vestur­hlið vegarins til að rýmka til fyrir borgar­línu. For­maður skipu­lags- og byggingar­ráðs segir málið hafa verið byggt á mis­skilningi; aldrei hafi staðið til að fjar­lægja húsin, sem verði nú færð inn á verndar­svæði svo í­búum líði enn öruggari.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt um óveðrið sem er í aðsigi en appelsínugular viðvaranir verða í gildi og jafnvel rauðar sumstaðar í nótt.

Lýsa eftir Sigurði Kort

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár.

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

And­hverfur í veðrinu gætu leikið lands­menn grátt

Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur.

Miskunnar­­laus klám­her­ferð herjar á Ís­­lendinga

Er­lendar klám­síður virðast nú vera í miðri aug­lýsinga­her­ferð sem angrar marga Ís­lendinga. Ó­um­beðin og ó­við­eig­andi skila­boð hrúgast nú inn á Face­book. Við sýnum ykkur hér í mynd­bandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvim­leiða vanda­mál á ein­faldan máta.

100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfus­ár­brú?

Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur.

Arna og Álfur vilja verða for­maður Sam­takanna '78

Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Íslandi. Kosið verður 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu Samtakanna ’78 á morgun.

Brá þegar hann opnaði úti­dyrnar í morgun

Íbúa í Vest­manna­eyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði úti­dyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjó­veggur. Allt var kol­ó­fært í Eyjum í morgun en annað eins fann­fergi hefur ekki sést þar í um fimm­tán ár.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar stúlku í Dalvíkurskóla harma óvægna umfjöllun um átök hennar og kennara, sem lauk með brottrekstri kennarans. Honum voru loks dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þau gagnrýna málflutning Kennarasambandsins, sem lýsti málavöxtum ítarlega í tilkynningu. Við ræðum við foreldrana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því.

Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði

Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram.

Skafrenningur og þungfært víða

Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir.

Sjá næstu 50 fréttir