Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Innrás Rússa í Úkraínu er að sjálfsögðu aðalmálið í fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö en fréttatíminn er í lengra lagi eðli málsins samkvæmt.

Mótmæltu við rússneska sendiráðið

Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi.

Aðild að Geim­vísinda­stofnun Evrópu dýrt spaug

Stjórnvöld telja óraunhæft að stefna að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) á þessu stigi í ljósi þess að hún sé mjög kostnaðarsöm, bæði hvað varðar fjármuni og mannafla innan stjórnsýslunnar og vísindasamfélagsins. Auk þessi liggi ekki fyrir nægileg greining á skýrum hagsmunum og ávinningi Íslands af fullri aðild.

Enn ein veðurviðvörunin

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun.

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar.

Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt

Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins.

Draga til­kynningu um dauðs­fall af völdum Co­vid-19 til baka

Ekki er lengur talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti einstaklings sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um seinustu helgi. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá viðbragðsstjórn spítalans sem hafði greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið þar af völdum faraldursins.

Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið.

Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara.

Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll

„Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“

Rúss­neski sendi­herrann kallaður á teppið

Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu.

Aukafréttatími í hádeginu vegna innrásar í Úkraínu

Rússneski herinn gerði í morgun innrás í Úkraínu að skipan Vladimír Pútín forseta Rússlands. Sprengjum hefur rignt yfir nokkrar borgir Úkraínu, innrás úr norðri, austri og suðri en fólksflótti er frá höfuðborginni Kiev í vestur.

Grunaðar um þjófnað úr verslun í verslunar­mið­stöð

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík upp úr klukkan 18:30 í gærkvöldi. Tvær konur eru þar grunaðar um að hafa stolið vörum að verðmæti 60 þúsund króna.

Orri leiðir lista Fram­­sóknar í Kópa­vogi

Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis, mun leiða lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni

Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum.

Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir

Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni.

Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni

Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns  segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 

Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns

Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar.

Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið.

Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni

Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 

Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för.

Sjá næstu 50 fréttir