Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan hálf sjö. 
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan hálf sjö. 

Innrás Rússa í Úkraínu er að sjálfsögðu aðalmálið í fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö en fréttatíminn er í lengra lagi eðli málsins samkvæmt.

Við byrjum á að fjalla um stöðuna almennt en stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast við innrásarher Rússlands.

Leiðtogar ríkja um allan heim fordæma innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Við sýnum frá því í kvöldfréttum.

Íslensk stjórnvöld boða aukin viðbúnað hér á landi vegna stöðunnar. Óttast er að átökin muni valda ómældum hörmungum. Rætt verður við sendiherra Íslands í Rússlandi. 

Þá verður einnig rætt við sendiherra Rússa hér á landi og við fylgjumst með mótmælum við sendiráð Rússa.

Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku mikla dýfu í dag vegna átakanna. Hér heima lækkaði Icelandair mest. 

Konur frá Rússlandi og Úkraínu sem eru búsettar hér segjast í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Landar þeirra séu það líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×