Fleiri fréttir

Val­gerður tekur ekki sæti á lista

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu.

Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni

Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður rætt við foreldra tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19. Þeir telja að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega.

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún sigraði í prófkjöri flokksins en Pawel Bartoszek er í öðru sæti og Þórdís Jóna Sigurðardóttir í því þriðja.

Thelma Dögg leiðir VG í Borgarbyggð

Meðlimir Vinstri grænna í Borgarbyggðu samþykktu í dag framboðslista flokksins þar á félagsfundi í dag. Listinn er leiddur af Thelmu Harðardóttur, sem er 26 ára verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.

Kíló­metra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennu­fíkla

Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn.

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf förum við yfir stöðuna í Úkraínu en Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa

Fimmtán milljónir frá ríkinu níu árum eftir fimm vikna einangrun

Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða tollverði tæplega fimmtán milljón krónur í bætur og nema bótagreiðslur til hans nú samanlagt um tuttugu milljónum króna. Tollvörðurinn varði fimm vikum í gæsluvarðhaldi og einangrun árið 2013 vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Út­lit fyrir á­fram­haldandi um­hleypinga

Reikna má með hvassri sunnanátt eða stormi á austanverðu landinu, hlýindi og rigning suðaustanlands framan af morgni, en lægir síðan, léttir til og kólnar. Annars vestlæg átt með éljum og hita nærri frostmarki.

Ók yfir hraðahindrun og endaði í garði

Ökumaður sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ökuferð mannsinns endaði í húsagarði eftir eftirför lögreglu.

Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins.

Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna

Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir ástandið í Úkraínu en nú eru um 300 þúsund manns innlyksa í Maríupól á meðan rússneskir hermenn sprengja sjúkrahús, kirkjur og íbúðahús þar.

Íslensk garðyrkja er á mikilli siglingu

Garðyrkjubændur bera sig vel enda hefur staða garðyrkjunnar sjaldan eða aldrei verið eins góð og í dag. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum og útflutningur á íslenskum grænmeti er alltaf að verða meiri og meiri.

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul.

Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni

Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn.

Verulega hlýtt loft á leiðinni

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum.

Tekinn tvisvar á 25 mínútum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í tvígang á 25 mínútna kafla í nótt að hafa afskipti af ökumanni í Hafnarfirði.

Beit mann í kinnina á veitingastað

Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann.

Segir sjald­gæft að raf­ræn skil­ríki séu mis­notuð

Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og að Pútín eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Helga Guð­munds­dóttir er látin 104 ára

Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur.

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.

Stúdent lagði Vörð í deilu um bóta­upp­hæð

Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða.

Ís­land fellur í þriðja sætið á hamingju­listanum

Ísland fellur niður í þriðja sætið, úr öðru sætinu, á árlegum lista World Happiness Report þar til tilraun er gerð til að mæla hamingju þjóða. Finnar skipa sem fyrr efsta sæti listans, fimmta árið í röð.

Sjá næstu 50 fréttir