Fleiri fréttir

Ólafur Þór leiðir VG í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður, mun leiða lista Vinstri Grænna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.

Flensan farin á flug

Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir.

Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagn­rýnir við­brögð lög­reglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til.

Loks á heim­­leið eftir langa bið og flutning á hræði­legt hótel

Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækki með hverjum degi sem líði í stríðinu. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Loka í Kópavogsskóla vegna myglu

Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu.

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast

Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. 

Frosti kominn í leyfi frá störfum

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu.

Fólk geti verið með Co­vid þótt það fái nei­kvætt úr hrað­prófi

Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. 

„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“

Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi.

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Vona að minkar á Ís­landi geti bjargað danska stofninum frá endan­legum dauða

Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita.

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar

Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 

Jónína leiðir lista Fram­sóknar í Múla­þingi

Jónína Brynjólfsdóttir, varafulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs í sveitarfélaginu, mun leiða lista Framsóknarflokksins í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí næstkomandi.

Úkraínsk börn á leið til Ís­lands stranda­glópar í Var­sjá

Úkraínsk börn og mæður þeirra, sem voru á leið til Íslands, urðu eftir á flugvellinum í Varsjá í Póllandi vegna skorts á vegabréfum. Helga Vala Helgadóttir segir í pistli á Facebook að stjórnvöld hefðu átt að laga vandamálið í síðustu viku.

Fólk hringir og kvartar undan fjölda við­varana

Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana.

Eldur kviknaði í bíl við Mjódd

Ökumaður ók bíl utan í vegrið á Breiðholtsbrautinni með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í bílnum nærri Mjódd. Engin slys urðu á fólki og náði slökkvilið fljótt að slökkva eldinn.

Ræddu jafn­rétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu

Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 

Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19

Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs.

Frosti gengst við á­sökunum fyrr­verandi kærustu

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2.

Sjá næstu 50 fréttir