Innlent

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Frambjóðendur Viðreisnar í Reykjavík.
Frambjóðendur Viðreisnar í Reykjavík.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún sigraði í prófkjöri flokksins en Pawel Bartoszek er í öðru sæti og Þórdís Jóna Sigurðardóttir í því þriðja.

Efstu sætin voru valin í prófkjöri fyrr í mánuðinum. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavík var svo samþykktur í dag. Það var gert á félagsfundi Reykjavíkurráðs Viðreisnar en þar eiga sæti allir meðlimir flokksins í Reykjavík.

„Þetta er öflugur listi sem sýnir breidd Viðreisnar í Reykjavík. Við erum búsett í öllum hverfum borgarinnar og með fjölbreytta reynslu. Við höfum því skarpa sýn á þarfir Reykvíkinga og munum halda áfram að beita okkur fyrir því að einfalda lífið í borginni og efla öll hverfi til að þar megi finna aukna þjónustu og atvinnulíf,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti listans, í tilkynningu.

  1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir - Formaður borgarráðs
  2. Pawel Bartoszek - Borgarfulltrúi
  3. Þórdís Jóna Sigurðardóttir - Framkvæmdastjóri
  4. Geir Finnsson - Framhaldsskólakennari og forseti Landssambands Ungmennafélaga
  5. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir - Öryrki
  6. Erlingur Sigvaldason - Kennaranemi
  7. Emilía Björt Írisardóttir - Háskólanemi og forseti Uppreisnar í Reykjavík
  8. Samúel Torfi Pétursson - Verkfræðingur og skipulagsráðgjafi
  9. Anna Kristín Jensdóttir - Náms- og starfsráðgjafi
  10. Pétur Björgvin Sveinsson - Verkefnastjóri
  11. Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir - Forstöðukona
  12. Sverrir Kaaber - Fyrrverandi skrifstofustjóri
  13. Emma Ósk Ragnarsdóttir - Leiðbeinandi á leikskóla
  14. Arnór Heiðarsson - Aðstoðarskólastjóri
  15. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir - Háskólanemi og forseti Uppreisnar
  16. Einar Karl Friðriksson - Efnafræðingur og einkaleyfasérfræðingur
  17. Anna Margrét Einarsdóttir - Lýðheilsufræðingur
  18. Bóas Sigurjónsson - Framhaldsskólanemi
  19. Þuríður Pétursdóttir - Lögfræðingur
  20. Máni Arnarsson - Háskólanemi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×