Fleiri fréttir Segir fólk þurfa að eiga það við sína samvisku ef það segir sig úr F.Í. Komi upp fleiri áreitnismál hjá Ferðafélagi Íslands verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar að sögn forseta félagsins. Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélagsins var á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi vísað frá og tekin ákvörðun um að svara ekki hvert öðru í gegnum fjölmiðla. 28.10.2022 12:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um átökin innan Ferðafélags Íslands, landsfund Samfylkingarinnar og heyrum í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um dýravelferð. Einnig verður rætt við Guðna Th Jóhannesson forseta. 28.10.2022 11:36 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28.10.2022 10:33 Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. 28.10.2022 10:27 Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst. 28.10.2022 09:18 Býður sig fram gegn Kjartani Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. 28.10.2022 09:06 Einelti í Hafnarfirði: Ráðast í fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í bænum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að fela fræðsluráði bæjarins að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í bænum sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma. 28.10.2022 07:49 Kallað út vegna uppsjávarskips sem hallaði við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. 28.10.2022 06:46 Barn flutt á bráðamóttöku eftir fall Barn var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík til skoðunar eftir fall. 28.10.2022 06:18 Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27.10.2022 23:10 Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 27.10.2022 21:45 Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27.10.2022 21:41 Unnur er áhrifamesta vísindakona Evrópu Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum. 27.10.2022 20:54 Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. 27.10.2022 20:18 „Mjög íþyngjandi kostnaður“ Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. 27.10.2022 20:01 Hrafnhildur skipuð hagstofustjóri Hrafnhildur Arnkelsdóttir hefur verið skipuð í embætti hagstofustjóra. Alls bárust fjórtán umsóknir í embættið en þrír drógu umsókn sína til baka. 27.10.2022 19:53 Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa. 27.10.2022 19:21 Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. 27.10.2022 18:43 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svartur reykur hefur legið yfir Akranesi og nærliggjandi svæði eftir að mikill eldur kom upp í um eitt hundrað bílhræjum við bæjarmörkin í dag. Framkvæmdastjóri Málma endurvinnslu segir eldinn hafa breiðst hratt út og að stoltið sé sært vegna atviksins. Við verðum í beinni þaðan í kvöldfréttum og ræðum við slökkvilið um stöðu mála. 27.10.2022 18:01 Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27.10.2022 16:31 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27.10.2022 15:59 Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa. 27.10.2022 15:48 Hilmar þriðji varaforseti ASÍ Hilmar Harðarson hefur verið kosinn þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þann 26. október. 27.10.2022 15:23 Undrandi á hugmyndum um að hætta að flagga á Sigló „Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 27.10.2022 15:02 Fönguðu lifandi leðurblöku Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands. 27.10.2022 14:53 Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27.10.2022 14:37 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27.10.2022 14:37 Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27.10.2022 14:36 Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland. 27.10.2022 13:30 Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. 27.10.2022 13:12 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27.10.2022 12:38 Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. 27.10.2022 12:25 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um mögulegan formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, tannréttingar barna, málefni Ferðafélags Íslands og vendingar á Alþingi frá því í morgun. 27.10.2022 11:31 Ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs. 27.10.2022 11:21 Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27.10.2022 11:13 Bein útsending: Sérstök umræða um Samherjamálið Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fer fram á Alþingi klukkan ellefu í dag. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 27.10.2022 10:30 Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27.10.2022 10:26 Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27.10.2022 09:18 Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. 27.10.2022 09:01 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27.10.2022 08:58 „Það væri náttúrulega bara stórslys“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. 27.10.2022 08:56 Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27.10.2022 07:21 „Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. 27.10.2022 07:00 Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27.10.2022 06:50 Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. 27.10.2022 06:35 Sjá næstu 50 fréttir
Segir fólk þurfa að eiga það við sína samvisku ef það segir sig úr F.Í. Komi upp fleiri áreitnismál hjá Ferðafélagi Íslands verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar að sögn forseta félagsins. Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélagsins var á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi vísað frá og tekin ákvörðun um að svara ekki hvert öðru í gegnum fjölmiðla. 28.10.2022 12:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um átökin innan Ferðafélags Íslands, landsfund Samfylkingarinnar og heyrum í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um dýravelferð. Einnig verður rætt við Guðna Th Jóhannesson forseta. 28.10.2022 11:36
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28.10.2022 10:33
Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. 28.10.2022 10:27
Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst. 28.10.2022 09:18
Býður sig fram gegn Kjartani Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. 28.10.2022 09:06
Einelti í Hafnarfirði: Ráðast í fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í bænum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að fela fræðsluráði bæjarins að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í bænum sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma. 28.10.2022 07:49
Kallað út vegna uppsjávarskips sem hallaði við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. 28.10.2022 06:46
Barn flutt á bráðamóttöku eftir fall Barn var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík til skoðunar eftir fall. 28.10.2022 06:18
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27.10.2022 23:10
Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 27.10.2022 21:45
Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27.10.2022 21:41
Unnur er áhrifamesta vísindakona Evrópu Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum. 27.10.2022 20:54
Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. 27.10.2022 20:18
„Mjög íþyngjandi kostnaður“ Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. 27.10.2022 20:01
Hrafnhildur skipuð hagstofustjóri Hrafnhildur Arnkelsdóttir hefur verið skipuð í embætti hagstofustjóra. Alls bárust fjórtán umsóknir í embættið en þrír drógu umsókn sína til baka. 27.10.2022 19:53
Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa. 27.10.2022 19:21
Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. 27.10.2022 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svartur reykur hefur legið yfir Akranesi og nærliggjandi svæði eftir að mikill eldur kom upp í um eitt hundrað bílhræjum við bæjarmörkin í dag. Framkvæmdastjóri Málma endurvinnslu segir eldinn hafa breiðst hratt út og að stoltið sé sært vegna atviksins. Við verðum í beinni þaðan í kvöldfréttum og ræðum við slökkvilið um stöðu mála. 27.10.2022 18:01
Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27.10.2022 16:31
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27.10.2022 15:59
Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa. 27.10.2022 15:48
Hilmar þriðji varaforseti ASÍ Hilmar Harðarson hefur verið kosinn þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þann 26. október. 27.10.2022 15:23
Undrandi á hugmyndum um að hætta að flagga á Sigló „Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 27.10.2022 15:02
Fönguðu lifandi leðurblöku Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands. 27.10.2022 14:53
Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27.10.2022 14:37
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27.10.2022 14:37
Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27.10.2022 14:36
Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland. 27.10.2022 13:30
Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. 27.10.2022 13:12
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27.10.2022 12:38
Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. 27.10.2022 12:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um mögulegan formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, tannréttingar barna, málefni Ferðafélags Íslands og vendingar á Alþingi frá því í morgun. 27.10.2022 11:31
Ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs. 27.10.2022 11:21
Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. 27.10.2022 11:13
Bein útsending: Sérstök umræða um Samherjamálið Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fer fram á Alþingi klukkan ellefu í dag. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 27.10.2022 10:30
Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27.10.2022 10:26
Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27.10.2022 09:18
Fjórða kæran í ferli vegna meintra kynferðisafbrota sama einstaklings Enn ein konan hefur stigið fram vegna karlmanns sem hefur þegar verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Málin þrjú eru fyrnd en ekki mál konunnar sem nú stígur fram. 27.10.2022 09:01
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27.10.2022 08:58
„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. 27.10.2022 08:56
Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27.10.2022 07:21
„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. 27.10.2022 07:00
Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27.10.2022 06:50
Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. 27.10.2022 06:35