Fleiri fréttir

Knatt­spyrnu­maður sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mót­herja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um líkamsárás á knattspyrnuvelli. Þar hafði leikmaður á varamannabekk verið sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja, þegar fyrrnefndi var við það að fagna marki liðsfélaga síns.

Bindur vonir við nýjan skóla

„Það er bara svo mikilvægt að minna fólk á þetta. Einelti er aldrei boðlegt,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, 12 ára stúlku sem lögð var í hrottalegt einelti af samnemendum sínum í Hraunvallaskóla og reyndi að svipta sig lífi í kjölfarið. 

Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi

Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót.

Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi

Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni.

Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst

Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp.

For­dæma­laust mál kalli á for­dæma­lausar að­gerðir dóm­stóla

Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi.

Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudag, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir á borð við vitnakvaðningu. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Geitur, vatn og jarð­hnetu­mauk lang­vin­sælustu gjafirnar

Flestir kannast við þann höfuðverk að reyna að finna gjöf fyrir fjölskyldumeðlimi eða ættingja sem eiga einhvern veginn allt og vantar ekki neitt. Sífellt fleiri leysa þann vanda með því að gefa gjafabréf fyrir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir bágstödd börn í vanþróuðum ríkjum.

Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Ís­landi

Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu.

Gervi­limur skilinn eftir í Hopp-deili­bíl

Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til. 

Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt

Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku.

Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna

Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað áfram um málefni hælisleitenda hér á landi. Kosningar í Bandaríkjunum og þing kvenleiðtoga í Hörpu verða einnig til umfjöllunar.

Banna göngu­ferðir upp Kirkju­fell

Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum.

Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans

Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára.  Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. 

Veitingahússgestir flúðu þegar maður stakk stórum hníf í borð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í gærkvöldi þegar maður tók upp stóran hníf á veitingastað og stakk honum í borð sem hann sat við. Sá sem tilkynnti sagði atvikið hafa skotið viðskiptavinum skelk í bringu og yfirgáfu einhverjir staðinn.

Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu

Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund.

Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár?

Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti.

„Hver kassi skiptir máli“

Söfnun fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ stendur yfir um þessar mundir. Vonast er til þess að hægt verði að fylla heilan gám af kössum sem fer til barna í neyð í Úkraínu. Kassarnir hafa verið sendir þangað í nítján ár.

Leikskólabörn að greinast með flensuna

Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu.

Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk

Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Hundrað og sex­tán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki

Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári.

Faðir ríkislög­reglu­stjóra í skýrslu­töku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyld­menni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. 116 hefur verið komið úr landi það sem af er ári. Snorri Másson fer ítarlega yfir þessi mál í kvöldfréttatímanum á slaginu 18:30 en hart var tekist á um þau á Alþingi í dag.

Óttast bakslag vegna orkukreppunnar

„Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna.

Bólu­efni gegn kommún­isma og enga fram­sóknar­menn takk

Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. 

Tippari af Aust­fjörðum fimm milljónum ríkari

Tippari af Austfjörðum er væntanlega í skýjunum eftir úrslit helgarinnar í Enska boltanum. Tipparinn var heldur betur sannspár með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. Fyrir það hlaut hann tæpar 5,3 milljónir í vinning.

Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“

Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur.

Sjá næstu 50 fréttir