Fleiri fréttir

Tók við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög

Björgunarsveitarmanninum Tómasi Loga Hallgrímssyni óraði ekki fyrir hvernig næstu sólarhringar yrðu þegar hann var kallaður út á laugardagsmorgun. Tvö þúsund aðstoðarbeiðnir, lokanir, fúkyrði frá manni með keðjusög og ákeyrsla tóku við en hann er loksins kominn heim. 

Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar

Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Denver, var snúið við í kvöld vegna tæknibilunar. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi.

Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi

Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands.

Lausn komin á fána­málið í Fjalla­byggð

Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. 

Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp

Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný.

Óveðursverkefnum formlega lokið

Óveðursverkefnum Björgunarsveita er formlega lokið. Eftir því sem leið á daginn fækkaði verkefnum og nú er hiti um frostmark á höfuðborgarsvæði sem minnkar skafrenning.

Mæla ekki með því að nefna ör­nefni eftir nú­lifandi fólki

Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum.

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjanesbraut var loks opnuð aftur í dag og einhverjir farþegar sem höfðu setið fastir í Keflavík voru fluttir með þotu til Reykjavíkur. Enn bíða þó margir á flugvellinum og ferðaplön mörgþúsund farþega eru í uppnámi.

HS Orka eykur fram­leiðslu­getu á Reykja­nesi

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“

Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag.

Þver­hyrna bætist við ís­lenska fiska­fánu

Ný fiskitegund fannst á íslensku hafsvæði í árlegu haustralli Hafrannsóknastofnunar. Svonefnd þverhyrna hefur aldrei áður veiðst í íslenskri efnahagslögsögu þó að hún hafi verið sérfræðingum kunn um nokkurt skeið.

Verðhækkanir hjá Póstinum um áramótin

Þann 1. janúar 2023 mun Pósturinn breyta verði á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verðhækkunin er til komin vegna aukins flutningskostnaðar, svo sem vegna launa og eldsneytis.

Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni.

Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt!

Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu

Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur.

Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný

Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óveðrið og rask á samgöngum innanlands og utan verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í tíma dagsins. 

Skoða að setja upp loft­brú milli Kefla­víkur og Reykja­víkur

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum.

Telur for­kastan­legt að halda drengnum í gæslu­varð­haldi

Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu.

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpa­manni

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega.

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár

Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu

Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir.

Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm

Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun.

Blés snjó af einni gang­stétt yfir á aðra

Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. 

Öllu Evrópu­flugi í fyrra­málið með Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 

„Ég held að við komumst aldrei heim“

Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni.

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. 

Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 

Sjá næstu 50 fréttir