Fleiri fréttir

Börn í felum neðanjarðar

Yfir 1.100 börn hafast nú við í yfirgefnum neðanjarðarbyrgjum og kjöllurum í borginni Donetsk.

Upplýsingum um flugfarþega safnað

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að ítarlegum upplýsingum verði safnað um alla flugfarþega og þær upplýsingar verði geymdar í fimm ár. Þetta á að vera liður í hryðjuverkavörnum aðildarríkjanna. Tillögurnar sæta gagnrýni.

Tók rekstrarstjórann af lífi

Niðurstöður rannsóknar á gíslatökunni í Sydney, sem stóð yfir í 16 klukkustundir, voru kynntar í gærkvöldi.

Tsipras vill fara samningaleiðina

Alexis Tsipras boðar miklar breytingar í Grikklandi, uppstokkun í kerfinu og sanngjarna samninga við lánardrottna. Hann segist samt vilja forðast átök við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Lynch bíður samþykkis þingsins

Lorretta Lynch, dómsmálaráðherraefni Baracks Obama Bandaríkjaforseta, svaraði spurningum þingnefndar öldungadeildar í gær.

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi.

Stefnir í fangaskipti við ISIS

Yfirvöld í Jórdaníu segjast tilbúin til að láta Íslamska ríkið fá Sajida al-Rishawi í skiptum fyrir flugmann sem samtökin hafa hótað að taka af lífi.

Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall

Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína.

Verkföll lama Noreg í dag

Meðlimir í stærstu verkalýðsfélögum Noregs ætla í tveggja tíma verkfall í dag til þess að sýna megna óánægju með breytingar á vinnulöggjöfinni sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Verkfallið mun lama stóran hluta landsins en til að mynda myn lestarkerfið stöðvast auk þess sem vinnustöðvun verður á leik- og grunnskólum og í fjölmörgum stofnunum.

Segja engan mega gleyma

Um þrjú hundruð eftirlifendur Helfararinnar komu saman í Auschwitz í gær til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá því rússneskir hermenn frelsuðu fangana þar. Þeir vöruðu við gyðingahatri, sem enn er komið á kreik.

Stórhríð lamar New York og Boston

Vegum hefur verið lokað og lestir eru hættar að ganga í og í kringum New York og aðrar stórborgir í norðausturhluta Bandaríkjanna.

Segir að sér hafi verið rænt

„Mér var rænt árið 1988 og tekinn út í skóg þegar ég var fjórtán ára gamall,“ sagði Dominic Ongwen, liðsmaður í ógnarsveitum Josephs Kony, við fyrirtöku máls hans hjá Alþjóðlega sakadómstólnum í Haag í gær.

Núna mæta um 300 eftirlifendur

Búist er við að 300 eftirlifendur helfararinnar sæki heim útrýmingarbúðir nasista í dag til að minnast þess að nú eru 70 ár liðin frá því að eftirlifandi fangar þar voru frelsaðir. Fyrir tíu árum mættu 1.500.

Tsipras sver embættiseið

Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag.

SYRIZA boðar nýtt upphaf

Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám.

Sjá næstu 50 fréttir