Fleiri fréttir

Hýddir fyrir samkynhneigð

Tveir menn í Indónesíu voru dæmdir til þess að vera hýddir með staf fyrir að brjóta gegn Sharia-lögum.

Minni neysla fisks í Noregi

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, segir yfirvöld stefna að því að neysla á fiski, grófu korni, ávöxtum og grænmeti aukist um 20 prósent fyrir 2021.

Flynn neitar að afhenda gögn

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina.

Skransöludemantur reyndist tugmilljóna virði

Demantshringur sem bresk kona keypti á skransölu fyrir andvirði tíu punda á níunda áratug síðustu aldar mun líklega seljast á um 350 þúsund pund, um 45 milljónir íslenskra króna.

Fór tvisvar upp á Everest með sex daga millibili

Líklegt má telja að Anshu Jamsenpa, 37 ára fjallaklifrari frá Indlandi, hafi sett met með því að fara tvívegis upp á tind Everest, hæsta fjall heims, með aðeins sex daga millibili

Samvinnutónn í Sádi-Arabíu

Bandaríkjaforseti sat ráðstefnu í Ríad ásamt fulltrúum 55 múslimaríkja. Fókusinn var á baráttu gegn hryðjuverkum auk þess sem milljarða viðskiptasamningar voru undirritaðir.

Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela

Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni.

Vilja endurnýjanlega orku í stað kjarnorku

Fimm kjarnorkuverum í Sviss verður lokað og einblínt verður á framleiðslu sólar- og vindorku eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi í dag.

Donald Trump harðorður í garð Írans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Hann sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur "baráttu á milli góðs og ills.“ Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS.

Talíbanar myrtu þýska konu í árás á sænskt gistiheimili

Vopnaðir talíbanar réðust inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi og myrtu þar þýska konu. Þá er finnskrar konu saknað en talið er að hún hafi verið numin á brott af árásarmönnunum. BBC greinir frá.

Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA

Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.

Chibok-stúlkurnar sameinast fjölskyldum sínum

Gleði ríkti á endurfundum 82 stúlkna sem var rænt frá þorpinu Chibok í Nígeríu fyrir þremur árum með foreldrum þeirra í dag. Enn eru þó fleiri en hundrað stúlkur frá þorpinu í haldi skæruliðasamtakanna Boko Haram.

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump

Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.

Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry

Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins.

141 lést í árás á flugstöð í Libýu

Alls 141 lét lífið eftir að árás var gerð á flugstöð í suður Líbýu í gær. Flestir þeirra sem létust voru hermenn en einnig létust óbreyttir borgarar sem voru við störf á flugstöðinni,

Sjá næstu 50 fréttir