Fleiri fréttir

Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni

Fjarstýrði kafbáturinn sem fékk nafnið Boaty McBoatface eftir nafnasamkeppni sem vakti heimsathygli í fyrra er kominn heim úr jómfrúarferð sinni í Suður-Íshafi. Þar rannsakaði hann djúpsjávarstrauma og áhrif þeirra á loftslag jarðar.

Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins

Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot.

Sarah Palin stefnir New York Times vegna ærumeiðinga

Leiðarahöfundur New York Times sakaði Söruh Palin um að hafa stuðlað að skotárás á þingmann demókrata árið 2011 þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á slík tengsl. Palin hefur stefnt blaðinu vegna ærumeiðinga.

Bretar taka hygge í formlega notkun

Fjölmörg ný orð bættust í Oxford-orðabókina í dag þegar hún var endurnýjuð, líkt og gert er á hverjum ársfjórðungi.

Trump stillir upp falskri forsíðumynd af sér í fyrirtækjum sínum

Forsíðan er í rauninni mjög vel gerð en hins vegar eru gallar hennar bersýnilegir öllum þeim sem þekkja til tímaritsins. Kerri Chyka, talsmaður Time Inc staðfestir að ekki sé um raunverulega forsíðu að ræða. Trump var ekki í forsíðuviðtali Time Magazine á þessum tíma og ekki kom út blað á þeim degi sem blaðið er sagt hafa komið út.

Hóta að taka repúblikana af spenanum þar til þeir ná málum í gegn

Lítið hefur miðað hjá repúblikönum að koma helstu stefnumálum sínum í gegnum þingið þrátt fyrir meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Koch-bræðurnir, einir helstu fjárhagslegu bakhjarlar flokksins, hóta því nú að loka "sparibauknum“ þar til þingmenn flokksins koma einhverju í verk.

Hraðbankinn fimmtugur í dag

Breski Barclays-bankinn opnaði fyrsta hraðbanka heims í útibúi bankans í Enfield í norðurhluta London þann 27. júní 1967.

Merkel opnar á hjónabönd samkynhneigðra

Þýskir þingmenn þrýsta nú á Þýskalandskanslara gefa grænt ljós á atkvæðagreiðslu á þingi um hvort eigi að heimila hjónabönd samkynhneigðra í landinu.

Yfirborð sjávar hækkar hraðar

Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum.

Sjá næstu 50 fréttir