Nýr vírus herjar á heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 06:41 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sjá. Vísir/AFP Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum. Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum.
Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52