Fleiri fréttir Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1.2.2021 10:54 Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar Herinn í Mjanmar hefur tekið yfir stjórn landsins en í nótt voru nokkrir af helstu leiðtogum landsins hnepptir í varðhald, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín. 1.2.2021 06:24 Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. 1.2.2021 00:01 Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. 31.1.2021 23:35 Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“ 31.1.2021 23:31 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31.1.2021 22:23 Hundar björguðu eigendum sínum úr snjóflóði Tveimur einstaklingum, sem lentu í snjóflóði í svissnesku Ölpunum, var bjargað eftir að hundarnir þeirra geltu á hjálp. Útivistarfólk sem var statt nærri staðnum sem flóðið féll heyrði í hundinum og tókst að grafa fólkið úr snjónum. 31.1.2021 22:14 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31.1.2021 19:57 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31.1.2021 19:19 Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. 31.1.2021 18:00 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31.1.2021 17:58 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31.1.2021 16:40 Hafa handtekið yfir þúsund manns í fjölmennum mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir eitt þúsund manns í tengslum við fjöldamótmæli um allt landið. Mótmælendur kalla eftir því að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31.1.2021 11:14 Trump skyndilega án lögmanna þegar stutt er í réttarhöldin Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara. 31.1.2021 08:04 Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30.1.2021 21:32 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30.1.2021 15:34 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30.1.2021 14:51 Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu Brian Sicknick, lögreglumaðurinn sem lést í árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar, verður lagður til hinstu hvílu í bandaríska þinghúsinu. 30.1.2021 13:09 Sagðist hafa geymt lík móður sinnar í frysti í tíu ár Lögregla í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur handtekið konu eftir að lík móður hennar fannst í frysti í íbúð hennar. 30.1.2021 10:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30.1.2021 08:01 Neituðu að jarða mann vegna þess að hann var svartur Stjórnendur kirkjugarðs í Louisiana í Bandaríkjunum báðu ekkju lögreglumanns afsökunar í gær, eftir að hafa neitað að jarða eiginmann hennar vegna þess að hann var svartur. Aldagamlar reglur, sem enn voru í gildi þar til í gær, kváðu á um að aðeins mætti jarðsetja hvítt fólk í kirkjugarðinum. 29.1.2021 23:48 ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. 29.1.2021 23:07 Neitar að hafa myrt dóttur sína og sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni Faðir breskrar táningsstúlku, sem saknað hefur verið síðan í júlí í fyrra, neitaði sök fyrir dómi í St. Albans, bæ í úthverfi Lundúna, í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt dóttur sína, auk þess sem honum er gefið að sök að hafa sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni. 29.1.2021 22:00 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29.1.2021 20:00 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29.1.2021 18:54 Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29.1.2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29.1.2021 15:31 Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29.1.2021 15:19 Dauðsföllum fjölgar hratt í Mexíkó Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Mexíkó hefur aukist hratt að undanförnu. Nú hefur landið tekið fram úr Indlandi í dauðsföllum og er nú í þriðja sæti á heimsvísu. 29.1.2021 13:00 Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. 29.1.2021 12:00 Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. 29.1.2021 10:19 Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. 29.1.2021 09:35 Vellauðugt par sótt til saka fyrir að svíkja út bóluefni ætlað frumbyggjum Kanadískt par á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að hafa beitt brögðum til að fá bólusetningu við kórónuveirunni. Parið, sem er hvítt og forríkt, fékk bóluefni sem ætlað var viðkvæmum hópi kanadískra frumbyggja. 28.1.2021 23:48 Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28.1.2021 22:00 Sex látnir eftir að köfnunarefni lak á kjúklingabúi Sex hafa látist eftir að köfnunarefni, eða nitur, í vökvaformi lak á kjúklingabúi í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. 28.1.2021 21:31 Framlengja harðar aðgerðir út febrúar Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar. 28.1.2021 21:01 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28.1.2021 20:46 Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. 28.1.2021 20:31 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28.1.2021 20:00 Myrti sex fjölskyldumeðlimi í heimahúsi Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum. 28.1.2021 18:10 Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra. 28.1.2021 16:57 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28.1.2021 15:55 Rannsókn hafin á framleiðsluvanda að beiðni ESB Belgískir eftirlitsaðilar hafa, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrundið af stað rannsókn á framleiðsluvanda verksmiðju sem framleiðir bóluefni AstraZeneca í Belgíu. 28.1.2021 15:24 Björn elti mann á skíðum Rúmenskur maður þurfti að taka á honum stóra sínum um síðustu helgi þegar björn elti hann á harðaspretti þegar maðurinn var að renna sér á skíðum. Aðrir skíðagestir öskruðu á manninn og sögðu honum að fara hraðar yfir. 28.1.2021 14:24 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28.1.2021 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1.2.2021 10:54
Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar Herinn í Mjanmar hefur tekið yfir stjórn landsins en í nótt voru nokkrir af helstu leiðtogum landsins hnepptir í varðhald, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín. 1.2.2021 06:24
Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. 1.2.2021 00:01
Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. 31.1.2021 23:35
Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“ 31.1.2021 23:31
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31.1.2021 22:23
Hundar björguðu eigendum sínum úr snjóflóði Tveimur einstaklingum, sem lentu í snjóflóði í svissnesku Ölpunum, var bjargað eftir að hundarnir þeirra geltu á hjálp. Útivistarfólk sem var statt nærri staðnum sem flóðið féll heyrði í hundinum og tókst að grafa fólkið úr snjónum. 31.1.2021 22:14
Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31.1.2021 19:57
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31.1.2021 19:19
Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. 31.1.2021 18:00
Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31.1.2021 17:58
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31.1.2021 16:40
Hafa handtekið yfir þúsund manns í fjölmennum mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir eitt þúsund manns í tengslum við fjöldamótmæli um allt landið. Mótmælendur kalla eftir því að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31.1.2021 11:14
Trump skyndilega án lögmanna þegar stutt er í réttarhöldin Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara. 31.1.2021 08:04
Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30.1.2021 21:32
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30.1.2021 15:34
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30.1.2021 14:51
Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu Brian Sicknick, lögreglumaðurinn sem lést í árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar, verður lagður til hinstu hvílu í bandaríska þinghúsinu. 30.1.2021 13:09
Sagðist hafa geymt lík móður sinnar í frysti í tíu ár Lögregla í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur handtekið konu eftir að lík móður hennar fannst í frysti í íbúð hennar. 30.1.2021 10:00
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30.1.2021 08:01
Neituðu að jarða mann vegna þess að hann var svartur Stjórnendur kirkjugarðs í Louisiana í Bandaríkjunum báðu ekkju lögreglumanns afsökunar í gær, eftir að hafa neitað að jarða eiginmann hennar vegna þess að hann var svartur. Aldagamlar reglur, sem enn voru í gildi þar til í gær, kváðu á um að aðeins mætti jarðsetja hvítt fólk í kirkjugarðinum. 29.1.2021 23:48
ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. 29.1.2021 23:07
Neitar að hafa myrt dóttur sína og sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni Faðir breskrar táningsstúlku, sem saknað hefur verið síðan í júlí í fyrra, neitaði sök fyrir dómi í St. Albans, bæ í úthverfi Lundúna, í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt dóttur sína, auk þess sem honum er gefið að sök að hafa sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni. 29.1.2021 22:00
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29.1.2021 20:00
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29.1.2021 18:54
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29.1.2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29.1.2021 15:31
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29.1.2021 15:19
Dauðsföllum fjölgar hratt í Mexíkó Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Mexíkó hefur aukist hratt að undanförnu. Nú hefur landið tekið fram úr Indlandi í dauðsföllum og er nú í þriðja sæti á heimsvísu. 29.1.2021 13:00
Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. 29.1.2021 12:00
Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. 29.1.2021 10:19
Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. 29.1.2021 09:35
Vellauðugt par sótt til saka fyrir að svíkja út bóluefni ætlað frumbyggjum Kanadískt par á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að hafa beitt brögðum til að fá bólusetningu við kórónuveirunni. Parið, sem er hvítt og forríkt, fékk bóluefni sem ætlað var viðkvæmum hópi kanadískra frumbyggja. 28.1.2021 23:48
Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28.1.2021 22:00
Sex látnir eftir að köfnunarefni lak á kjúklingabúi Sex hafa látist eftir að köfnunarefni, eða nitur, í vökvaformi lak á kjúklingabúi í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. 28.1.2021 21:31
Framlengja harðar aðgerðir út febrúar Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar. 28.1.2021 21:01
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28.1.2021 20:46
Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. 28.1.2021 20:31
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28.1.2021 20:00
Myrti sex fjölskyldumeðlimi í heimahúsi Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum. 28.1.2021 18:10
Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra. 28.1.2021 16:57
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28.1.2021 15:55
Rannsókn hafin á framleiðsluvanda að beiðni ESB Belgískir eftirlitsaðilar hafa, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrundið af stað rannsókn á framleiðsluvanda verksmiðju sem framleiðir bóluefni AstraZeneca í Belgíu. 28.1.2021 15:24
Björn elti mann á skíðum Rúmenskur maður þurfti að taka á honum stóra sínum um síðustu helgi þegar björn elti hann á harðaspretti þegar maðurinn var að renna sér á skíðum. Aðrir skíðagestir öskruðu á manninn og sögðu honum að fara hraðar yfir. 28.1.2021 14:24
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28.1.2021 13:36