Fleiri fréttir

Prófa bólu­efni gegn Beta-af­brigðinu

Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur nú hafið prófanir á bóluefni gegn nýju afbrigði Covid-19, svokölluðu Beta-afbrigði veirunnar sem kennt er við Suður-Afríku.

Segja al­þýðuna miður sín yfir þyngdar­tapi Kim

Á meðan hungur­sneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríki­smiðillinn, sem lýtur stjórn ríkis­­stjórnarinnar, frá því að al­þýðan hafi á­hyggjur af þyngdar­tapi leið­­toga síns, Kim Jong Un.

Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkis­stjórnina

Sajid Javid, fyrr­verandi fjár­­mála­ráð­herra og innan­­­ríkis­ráð­herra Bret­lands, verður næsti heil­brigðis­ráð­herra eftir að Matt Hancock sagði af sér því em­bætti.

Tvístruðu gleðigöngu í Istanbúl með táragasi

Tyrkneska lögreglan skaut táragasi á fólk sem tók þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Istanbúl í dag. Á þriðja tug manna voru handteknir en borgaryfirvöld höfðu lagt bann við hátíðinni.

Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Ass­an­ge

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins.

Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg

Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn.

Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka

Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum.

Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans

Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur.

Nokkrir látnir í hnífaárás í Þýskalandi

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir og sex særðir eftir að karlmaður á þrítugsaldri gekk þar berserksgang með stóru eggvopni í borginni Würzburg í sunnanverðu Þýskalandi í dag. Árásarmaðurinn var handtekinn.

Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim.

Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu

Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir.

Um 650 banda­rískir her­menn verða eftir í Afgan­istan

Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan.

Þrír látnir af völdum hvirfil­bylsins í Tékk­landi

Nú er ljóst að þrír létu lífið og um sextíu slösuðust þegar öflugur hvirfilbylur fór um nokkur þorp í suðausturhluta Tékklands í gær. Þök flettust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og bílar fuku um eins og lauf í vindi.

Konur þurfa bara að klæða sig meira

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sem hann lét falla um ástæður fjölda nauðgana í landinu. Ummælin lét hann falla í viðtali við blaðamann Axios.

Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur

Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi

Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.

Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert.

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York

Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Vígamenn á barnsaldri myrtu yfir 130 íbúa

Vígamennirnir sem myrtu fleiri en 130 í þorpinu Solhan í norðausturhluta Búrkína Fasó fyrr í þessum mánuði voru flestir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta segja stjórnvöld í landinu og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Taívan býr sig undir átök við Kína

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins.

Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra

Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna.

Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svika­brigslum Trump

Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan.

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi

John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Lýð­ræðis­dag­blaði gert að hætta út­gáfu og blaða­menn hand­teknir

Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun.

Bóluefni Moderna er nú Spikevax

Bóluefni Moderna hefur nú fengið nýtt nafn og heitir því Spikevax það sem eftir er. Bóluefnið hefur verið í notkun hér á landi frá því í janúar og hefur hingað til verið vísað til þess bara sem „Moderna“ en nú hlýtur að verða breyting þar á.

Segja átta­tíu hafa farist í loft­á­rásum í Tigray

Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum.

Sjá næstu 50 fréttir