Fleiri fréttir

43 marka tvíeyki ekki með Argentínu á HM

Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik.

Orri Sigurður til Ham-Kam

Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við norska 1. deildarliðið Ham-Kam á láni.

Íslensku stelpurnar upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í dag.

Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld?

Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa.

Selfoss kærir leik ÍBV og Fram

Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.

Helgi Magnússon snýr aftur í KR

Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag.

Dómaranefnd kærði brot Ryan Taylor

Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið í samræmi við dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld að kæra atvik sem átti sér stað í þeim leik þar sem Ryan Taylor virtist slá Hlyn Bæringsson í höfuðið.

Annie Mist öflugasta dóttirin í nótt

Annie Mist Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í nótt þegar fimmta æfingaröðin svokallaða, sem er undanfari heimsleikanna í CrossFit, var kynnt í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík.

U21 tapaði í Írlandi

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-1 fyrir Írlandi í vináttulandsleik en leikið var á Tallaght leikvanginum í suður Dublin.

Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“

Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið.

Danir mörðu Panama

Danir mörðu Panama í vináttulandsleik á heimavölli Bröndby í kvöld en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Einungis eitt mark var skorað og lokatölur 1-0 sigur Dana.

Tröllatroðsla Kristófers yfir Ragga Nat

Kristófer Acox, leikmaður KR, sýndi ótrúleg tilþrif í leik liðsins gegn Njarðvík í þriðja leik 8-liða liðanna Dominos-deildar karla í kvöld. KR getur sópað Njarðvík úr keppni með sigri.

Rúnar: Kominn tími á Ferrari

Formúla 1 hefst á ný um helgina í Ástralíu. Rúnar Jónsson, formúlusérfræðingur Stöðvar 2, segir að Mercedes, Ferrari og Red Bull skeri sig frá öðrum keppinautum.

Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV

Fram hefði átt að fá vítakast eftir að Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV i leik liðanna í gær. Markið tryggði Eyjamönnum deildarmeistaratitilinn á meðan Selfoss sat eftir með sárt ennið.

Combs meiddur og ekki meira með Stjörnunni

Darrell Combs, annar Bandaríkjamaðurinn í liði Stjörnunnar í Dominos-deild karla, er frá vegna meiðsla og mun hann ekki leika meira með liðinu á tímabilinu.

Sara Björk á skotskónum í Íslendingaslag

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg í 5-0 stórsigri liðsins gegn Slavia Prague í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Zlatan á leið til Bandaríkjanna

Zlatan Ibrahimovic hefur yfirgefið Manchester United eftir að hann og félagið hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningnum, eins og Vísir greindi frá í dag. Zlatan er á leið til Bandaríkjanna.

Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær.

Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar.

Sjá næstu 50 fréttir