Fleiri fréttir

Danska lands­liðið for­dæmir að­stæður í Katar

Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM.

Arna Sig­ríður fimm­tánda í mark

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir endaði í 15. sæti í götuhjólreiðum á Ólympíumótinu sem fer fram í Tókýó þessa dagana. Þetta var síðasta keppni Örnu Sigríðar á leikunum.

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi

Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.

Dagskráin í dag: Undankeppni HM, golf og Blikastúlkur í Meistaradeildinni

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar í dag. Tveir leikir í undankeppni HM í knattspyrnu eru á dagskrá, Breiðablik heldur leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar áfram og stór nöfn reima á sig golfskóna í níu holu góðgerðarkeppni svo eitthvað sé nefnt.

Óska eftir svig­rúmi fyrir knatt­spyrnu­hreyfinguna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær.

Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans

Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid

Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum.

Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping.

Björgvin Páll: Þeir voru með mig í vasanum til að byrja með

Björgvin Páll Gústavsson var hetja Valsmanna þegar þeir tóku á móti Haukum í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Þetta var heldur óvenjulegur leikur fyrir Björgvin þar sem hann var að spila á móti sínum gömlu liðsfélögum. 

Íslenskur keppandi í ævilangt bann

Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra.

Tottenham fær bakvörð frá Barcelona

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli.

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar

Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi.

Samningi Arons í Póllandi rift

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson mun ekki leika meira fyrir pólska félagið Lech Poznan. Aron og félagið tóku sameiginlega ákvörðun um að rifta samningi hans sem gilda átti til áramóta.

Samningi Kolbeins ekki rift

Samningi sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar við Kolbein Sigþórsson verður ekki rift. Þetta segir Pontus Farnerud, íþróttastjóri sænska félagsins.

Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld

„Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag.

Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum.

Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga.

Franska ungstirnið á leið til Madrídar

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga er á leið til Real Madríd. Þetta staðfestir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano. Real ku greiða rúmlega 30 milljónir evra fyrir þennan 18 ára gamla miðvallarleikmann.

Rúnar Alex á leið til Belgíu

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til belgíska úrvalsdeildarliðsins OH Leuven á láni. Frá þessu er greint á vef The Athletic.

Í­huga að rifta samningi Kol­beins

Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu.

Mark­varða­breytingar er meistarar síðasta ár hefja tíma­bilið

Undanfari hvers tímabils í handbolta hér á landi er hinn árlegi leikur í meistarakeppni HSÍ. Þar mætast að þessu sinni Íslandsmeistarar Vals og deildarmeistarar Hauka. Leikið er í Origo-höllinni að Hlíðarenda og verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Viktor Gísli sagður á leið til Frakk­lands

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er sagður vera á leið til HBC Nantes í Frakklandi. Viktor Gísli er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarfélaginu GOG.

Sjá næstu 50 fréttir