Fleiri fréttir

Tuttugu stig Söru dugðu ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins.

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Berglind og Cecilia stálu stigi í Íslendingaslag

Í dag mættust Kristianstad og Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir í Kristianstad, gerðu 2-2 jafntefli gegn Berglindi Rós Ágústsdóttir og Ceciliu Rúnarsdóttir í liði Örebro.

Hallbera hafði betur í Íslendingaslag

AIK tók á móti Växjö í sænsku úrvlsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hallbera Guðný Gísladóttir bar fyrirliðabandið fyrir AIK, en Andrea Mist Pálsdóttir sat á varamannabekk Växjö. Mark á lokamínútum leiksins tryggði AIK 1-0 sigur.

Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“

„Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði.

Haukar, Höttur og Álftanes með fullt hús stiga

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar, Höttur og Álftanes hafa öll unnið báða leiki sína í upphafi móts, en Hamar, Skallagrímur og ÍA eru enn í leit að sínum fyrsta sigri.

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

„Ógeðslega stolt af liðinu“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0.

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.

Björgvin Páll: Erum í sturluðu leikjaálagi

Valur tryggði sér í bikarúrslit eftir ellefu marka sigur á Aftureldingu. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu Valsmenn frábærlega inn í síðari hálfleik og unnu leikinn 21-32.Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var hæstánægður með sína menn sem eru í miklu leikjaálagi.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Guy Smit semur við Val

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil.

Segir að valið á Reece James í enska landsliðið hafi verið byggt á misskilningi

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bakvörður liðsins, Reece James, sé ekki heill heilsu fyrir komandi leiki enska landsliðsins í undankeppni HM 2022. Hann segist búast við því að James taki ekki þátt í leikjunum, og að það hafi verið byggt á misskilningi þegar að hann var valinn í hópinn í vikunni.

Brynjar Karl aftur heim til Leiknis

Brynjar Karl Sigurðsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Leiknis Reykjavíkur. Hann var kosinn formaður á fundi körfuknattleiksdeildarinnar á dögunum.

„Getum ekki beðið eftir því að spila“

Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Sjá næstu 50 fréttir