Fleiri fréttir

Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur

Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir.

Óskar Örn: Eigum að klára svona leik með sigri

Óskar Örn Hauksson er kominn á blað með Stjörnumönnnum í Bestu-deildinnni í fótbolta karla en hann skoraði seinna mark liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Skagamönnum í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.

Óskar Hrafn: „Leikmenn voru rétt stilltir í dag“

„Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur að stærstum hluta. Fyrstu 65 mínúturnar fannst mér virkilega góðar, mikil orka og mikill kraftur en síðan gáfum við eftir og hleyptum þeim fullmikið inn í leikinn fyrir minn smekk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld.

„Trúi á frasann vörn vinnur titla“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum með ellefu stiga sigur í Ólafssal 59-70. Njarðvík leiðir því úrslitaeinvígið 1-0 í Subway-deild kvenna. 

Sara Rún stigahæst í tapi

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæsti leikmaður Phoenix Constanta er liðið mátti þola 13 stiga tap gegn Satu Mare í úrslitakeppni rúmensku deildarinnar í körfubolta, 65-52. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu um þriðja sæti rúmensku deildarinnar.

Vals­konur sóttu tvo leikmenn yfir há­tíðarnar

Valskonur eru þegar farnar að styrkja sig fyrir átök næsta tímabils í Olís-deild kvenna í handbolta. Yfir páskahelgina var staðfest að þær Sara Dögg Hjaltadóttir og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir væru gengnar í raðir Vals.

Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar

Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið.

Hraunsfjörður að vakna til lífsins

Eitt af skemmtilegustu veiðivötnum vesturlands er líklega Hraunsfjörður en þar má á góðum degi gera fína veiði en bleikjan þarna er dyntótt.

Ekki misst af leik í sex ár: Spilað 224 leiki í röð

Komið er rúmlega hálft ár síðan Iñaki Williams sló met spænsku úrvalsdeildarinnar yfir fjölda spilaðra leikja í röð. Hann heldur áfram að bæta metið með hverjum leiknum sem hann spilar fyrir Athletic Bilbao.

Nei eða Já: „Þurfa hann eins og súr­efni“

Nei eða Já var á sínum stað í Lögmál leiksins. Mögulega voru spurningarnar í auðveldari kantinum enda úrslitakeppnin farin af stað og búið að ræða mörg málefni. Þá var farið yfir hvernig umspilið sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla hefði verið.

Ronaldo ekki með gegn Liverpool í kvöld

Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki með í leiknum við Liverpool í kvöld eftir að sonur hans lést við fæðingu í gær.

Sjáðu mörkin: Ís­lands­meistararnir sneru taflinu við

Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum og hófu mótið því á sigri.

Veiðin byrjar á fimmtudag í Elliðavatni

Elliðavatn hefur lengi verið kallað háskóli fluguveiðimannsins enda er mikið af fiski í vatninu sem er oftar en ekki tökuglaður þegar rétta agnið er á færinu.

Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bol­ton

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim.

Vill fá LeBron í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera

Charles Barkley, fyrrverandi goðsögn í NBA-deildinni, er einn af stjórnendum þáttarins Inside the NBA. Barkley vill fá LeBron James, ofurstjörnu Los Angeles Lakers, í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera fyrst Lakers eru ekki í úrslitakeppninni.

Vara­maðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz.

FH-ingar stiga­lausir eftir fyrstu um­ferð í fyrsta sinn í ellefu ár

Besta deild karla í fótbolta hófst með stórleik. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu FH í heimsókn og fór það svo að heimamenn unnu 2-1 sigur í stórskemmtilegum leik. Það er lítið óvanalegt við að tvöfaldir meistarar vinni heimaleik en sigur heimamanna var þó merkilegur fyrir nokkrar sakir.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram.

Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram.

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma

Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.

Sjá næstu 50 fréttir