Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit

Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val.

Milka yfirgefur Keflvíkinga

Dominykas Milka hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga eftir þriggja ára veru hjá félaginu og mun því ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik

Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik.

Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið.

Viktor Gísli stóð vaktina í öruggum sigri

Viktor Gísli Hallgrímsson var á milli stanganna er GOG heimsótti Skanderborg í dösnku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gestirnir í GOG unnu öruggan fimm marka sigur, 29-24.

Kristján og félagar unnu mikilvægan sigur

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í Aix unnu mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-25.

Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni.

Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum.

Gríðar­lega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og fé­lögum

Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli.

Raiola látinn

Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Lyng­by á toppinn eftir dramatískan sigur

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby unnu hádramatískan 2-1 sigur á Helsingör er í dönsku B-deildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Lyngby upp á topp deildarinnar.

Man City skoraði sjö

Manchester City gjörsigraði Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, lokatölur 7-2 heimaliðinu í vil.

Valur með tak á KR fyrir stór­­leik kvöldsins

Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár.

Roon­ey stefnir á að vera á­fram með Der­by

Wayne Rooney, þjálfari Derby County, stefnir á að vera áfram við stjórnvölin þó félagið hafi fallið niður í ensku C-deildina. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni sem og í B-deildinni.

Martin frá vegna meiðsla

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur ekki með liði sínu Valencia um helgina í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Martin er að glíma við meiðsli í hægri ökkla.

Memp­his síðasta liðið inn í undan­úr­slitin

Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.

Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið

Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð.

Sjá næstu 50 fréttir