Fleiri fréttir

For­maður KR svarar fyrir sig: Endur­speglast í slæmu gengi liðsins

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem stjórn KR hefur fengið á undanförnum sólarhring eftir tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Páll kennir skort á sjálfboðaliðum um það sem misfórst þegar leikmaður KR varð fyrir meiðslum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Siggi Höskulds um 9-0 tapið í Víkinni: Þrusu gott fyrir okkur

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, telur að 9-0 skellurinn sem liðið fékk á móti Víkingi í Bestu-deildinni þann 7. september hafi verið góður fyrir Leikni, þar sem liðið sótti sex stig af sex mögulegum í næstu tveimur leikjum þar á eftir.

Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk

Íslandsmeistarar Fram hafa sótt liðsstyrk í Tamara Joicevic, svartfellskri vinstri skyttu, sem mun leika með liðinu í komandi átökum í Olís-deild kvenna í vetur.

Hlín lék í sigri á Umeå

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi

Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli.

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Rooney tók meintan rasista af velli

Wayne Rooney, þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta, tók leikmann liðsins af velli í leik gegn Inter Miami í gær eftir að hann var sakaður um að hafa beitt andstæðing kynþáttaníði.

Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“

Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné.

Púttaði frá sér sigurinn

Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana.

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Á­fram kvarnast úr leik­manna­hópi Ís­lands­meistaranna

Íslandsmeistarar Fram mættu með mikið breytt lið inn í tímabilið sem er nýhafið í Olís deild kvenna í handbolta. Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi liðsins en Jónína Hlín Hansdóttir hefur ákveðið að halda til Slóvakíu og stunda þar nám í dýralækningum.

Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis

Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál.

Alfons ekki með Íslandi til Albaníu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur misst út byrjunarliðsmann fyrir komandi landsleiki, gegn Venesúela á fimmtudaginn og gegn Albaníu í næstu viku.

Messi tryggði meisturunum sigur gegn Lyon

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins er frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain unnu 0-1 útisigur gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Heimsmeistararnir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn

Spánverjar eru nú bæði heims- og Evrópumeistarar í körfubolta eftir átta stiga sigur gegn Frökkum í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld, 88-76. Var þetta fjórði Evrópumeistaratitill Spánverja á seinustu þrettán árum.

Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana

Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum.

Best að hafa markmið um sigur

Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra.

Sjá næstu 50 fréttir