Stúkan valdi úrvalslið Bestu-deildarinnar: Ekkert pláss fyrir Kristal því hann fór Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 23:31 Reynir Leósson var eitthvað fúll út í Kristal Mána Ingason eftir að hann yfirgaf deildina og gaf honum því ekki sæti í úrvalsliði sínu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Stúkunnar gerðu upp tímabilið í Bestu-deild karla í gærkvöldi eftir að hinum hefðbundnu 22 umferðum lauk. Meðal þess sem var á dagskrá var að kynna úrvalslið deildarinnar sem þeri Reynir Leósson og Lárus Orri Sigurðsson settu saman. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Stúkan Besta deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stúkan Besta deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti