Púttaði frá sér sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:31 Svo nálægt, en samt svo langt í burtu. Mike Mulholland/Getty Images Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana. Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022 Golf Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022
Golf Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira