Fleiri fréttir

Jasmín Erla framlengir við Stjörnuna

Jasmín Erla Ingadóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Jasmín Erla rifti samningi sínum við Stjörnuna á dögunum en nú hefur hún samið við félagið á nýjan leik. 

Bjarni Mark hafði betur gegn Íslendingaliðinu

Bjarni Mark Antonsson kom inná sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Start bar sigurorð af Sogndal með tveimur mörkum gegn einu í norsku B-deildinni í fótbolta karla í dag. 

Stoðsending Söru Bjarkar dugði ekki gegn Guðnýju

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í varnarlínu AC Milan þegar liðið lagði Juventus að velli með fjórum mörkum gegn þremur í sjöundu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. 

Núnez og Thiago fjarri góðu gamni á City Ground

Darw­in Núnez og Thiago Alcantara eru ekki í leikmannahópi Liverpool sem etur kappi við Nottingham For­est í ensku úr­vals­deild­inni í fótbolta karla á City Ground í Nott­ing­ham í hádeginu dag.

Erik ten Hag býst ekki við að Ronaldo fari í janúar

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi málefni portúgalska framherjans Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla sem fram fer á Stamford Bridge síðdegis í dasg.

„Verið að rífa upp gömul sár“

Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum.

Gerrard rýfur þögnina

Steven Gerrard tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir brottreksturinn frá Aston Villa en Gerrard bað alla stuðningsmenn Villa afsökunar á frammistöðu liðsins undanfarið.

Dagskráin: Íslandsmeistararnir heimsækja Hlíðarenda

Það eru alls 19 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Íslenski og ítalski fótboltinn, NBA deildin, rafíþróttir, golf og handbolti eru á meðal þess sem verður á hlaðborðinu í dag.

„Nú bara fengum við einn á kjaftinn“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var eðlilega ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að leikurinn hafi í raun verið farinn í hálfleik og að sínir menn hafi einfaldlega átt vondan dag á Selfossi.

Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu

Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins.

Messi og Mbappe sáu um Ajaccio

Paris Saint-Germain vann 0-3 útisigur á Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þökk sé mökum frá Lionel Messi og Kylian Mbappe.

KR skiptir um Kana

KR-ingar kynntu til leiks nýjan Bandaríkjamann í kvöld en Elbert Clark Matthews samdi við liðið og mun hann leika með KR út leiktímabilið.

Kristján markahæstur í sigri AIX

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður AIX, var markahæsti leikmaður vallarins þegar AIX sigraði Toulouse, 26-25, í franska handboltanum í kvöld. Grétar Guðjónsson, markvörður Selestat, beið ósigur gegn Saint-Raphael á sama tíma, 39-30.

Umfjöllun og viðtal: ÍR - Stjarnan 80-92 | Stjarnan aftur á sigurbraut

Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Subway deildinni eftir tólf stiga sigur á ÍR 80-92. Stjörnumenn byrjuðu leikinn illa og voru fjórum stigum undir í hálfleik. Það var hins vegar allt annað Stjörnulið sem mætti í seinni hálfleik þar sem Stjarnan sýndi klærnar og rúllaði yfir ÍR.

„Boltinn stoppar en ekki tilfinningarnar“

Franck Ribery hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril. Þessi 39 ára gamli Frakki hefur slitið samningi sínum við ítalska félagið Salernitana eftir vandræði vegna hnémeiðsla.

Sjáðu helstu atvikin í sigri Arsenal á PSV

Arsenal tryggði sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld með 1-0 sigri gegn PSV í Lundúnum. Granit Xhaka skoraði sigurmarkið á 70. mínútu.

Stóra­bróður­styrkur Juventus og Berlu­sconi snýr aftur

Nágrannaslagir lifa oftast nær sínu eigin lífi á Ítalíu. Þegar tvö lið frá sömu borg mætast er allt undir og staðan í deildinni gildir einu. Leikmenn beggja liða eru lafandi hræddir við tap gegn erkifjendunum enda fylgir því oft alls kyns neikvæðni, stuðningsmenn verða brjálaðir og andrúmsloftið fjandsamlegt.

Xavi skilur ekki af hverju Barca fólkið púar á Pique

Þjálfari Barcelona, Xavi Hernandez, er ein mesta goðsögnin í sögu félagsins frá einstökum tímum sínum sem leikmaður liðsins. Hann er gapandi yfir meðferðinni sem önnur goðsögn félagsins er að fá þessa dagana.

Ten Hag staðfestir að Ronaldo vildi ekki koma inn á

Cristiano Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður í leik Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir