Fleiri fréttir

Lewandowski skaut Barcelona á toppinn

Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia.

Leeds lagði Liver­pool á Anfi­eld

Leeds United gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-1 gestunum frá Leeds í vil.

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.

Aron öflugur í sigri Ála­borgar

Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar.

KA úr leik eftir fjögurra marka tap

KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29.

Höskuldur: Viljum vera sigursælir í langan tíma

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kampakátur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í lokaleik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.

„Við erum að stækka sem félag“

„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. 

Bentancur hetja Tottenham í ótrúlegum endurkomusigri

Rodrigo Bentancur reyndist hetja Tottenham er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 2-3, en heimamenn höfðu náð tveggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.

Bayern lyfti sér á toppinn með stórsigri

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Mainz í dag.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn

Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti

Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við.

Maté: Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því

Þjálfari Hauka Maté Dalmay var mjög svekktur með sína menn í kvöld og sagði að það þurfti framlag frá mikið fleiri mönnum ef þeir eiga að eiga séns í stóru liðin í deildinni. Haukar töpuðu fyrir Val 77-87 í fjórðu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Þetta var fyrsta tap Hauka í deildinni.

Sú yngsta til að vera kosin sú besta

Knattspyrnukonan Sophia Smith hjá Portland Thorns var í gær valin mikilvægasti leikmaður bandarísku kvennadeildarinnar á þessu tímabili.

Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð

Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin.

Afturgangan í Rómarborg

Fáir einstaklingar vekja upp sterkari tilfinningar hjá íbúum Rómar en þjálfarinn Luciano Spalletti. Undir stjórn Spallettis náðu Rómverjar hæstu hæðum en líka djúpum dölum. Hápunktarnir á þjálfaraferli hans í höfuðborginni voru bikartitlarnir árin 2007 og 2008. Dýpstu dalirnir voru 7-1 tapið gegn Manchester United árið 2007 og framkoma hans í garð Francesco Tottis undir lok ferils hans.

Sjá næstu 50 fréttir