Fleiri fréttir

Ítalía gerði Ís­landi greiða

Ítalía vann eins nauman sigur og mögulegt er á Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta, lokatölur 85-84. Sigurinn þýðir að Ítalía er komið á HM á meðan Ísland mætir Georgíu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og Filippseyjum.

„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“

Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum.

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo.

„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“

Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn.

Ragnar og Hörður kallaðir inn gegn Úkraínu

Tvær breytingar voru gerðar á landsliðshópi Íslands eftir tapið nauma gegn Georgíu á föstudag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í dag, í undankeppni HM karla í körfubolta.

Reiðir og sárir út í Ronaldo

Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í.

María ætlar að sniðganga HM

María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs í fótbolta, er í hópi þeirra sem ætla ekkert að fylgjast með heimsmeistaramóti karla í Katar sem hefst á sunnudaginn. Staðsetning mótsins ræður því.

„Við setjum markmanninn bara strax fram“

Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu.

Darri fær nagla í ristina á föstu­dag

Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot.

Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum

Breski ökuþórinn George Russell vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur á ferlinum er hann kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom annar í mark. Var þetta fyrsti sigur Mercedes-liðsins á tímabilinu.

Frakkar hirtu toppsætið | Jafnt hjá Hollendingum og Spánverjum

Tveir leikir fóru fram í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Hollendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í fyrri leik kvölsins, 29-29, og Frakkar unnu öruggan átta marka sigur gegn Svartfellingum í toppslag riðilsins, 27-19.

Juventus stökk upp í þriðja sætið fyrir HM-pásuna

Juventus vann mikilvægan 3-0 sigur er liðið tók á móti Lazio í lokaleik ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu áður en HM-pásan tekur við. Sigurinn lyftir Juventus upp í þriðja sæti deildarinnar.

„Garnacho hefur ótrúlega hæfileika“

Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, skoraði fyrra mark liðsins er United vann dramatískan 1-2 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hann lagði einnig upp sigurmarkið fyrir ungstirnið Alejandro Garnacho í uppbótartíma.

Rúnar að snúa gengi Leipzig við

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með níu mörk er Leipzig vann öruggan tíu marka sigur gegn botnliði Hamm-Westfalen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-23. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

Mikael Egill spilaði í sigri og dramatík í Rómarborg

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður er Spezia vann góðan 1-2 útisigur í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var mikil dramatík í Rómarborg þar sem heimamenn björguðu stigi gegn Torino.

Garnacho hetja United í dramatískum sigri

Alejandro Garnacho reyndist hetja Manchester Untied er hann tryggði liðinu 1-2 sigur á ögurstundu þegar liðið heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér

Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir