Fleiri fréttir

Arnór kemur inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Írlandi

Arnór Smárason kemur til móts við íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í dag fyrir æfingarleik liðsins gegn Írlandi á þriðjudaginn en Arnór sem á 21 leik að baki fyrir íslenska landsliðið kemur í stað þriggja lykilmanna sem taka ekki þátt í leiknum.

Ronaldo afgreiddi Ungverja

Portúgalir unnu öruggan 3-0 sigur á Ungverjum á heimavelli í kvöld en Portúgalir eru nú búnir að vinna fjóra leiki í riðlinum með markatöluna 19-1.

Sex mörk og tvö rauð í sigri Valsmanna

Valsmenn komust í átta liða úrslit Lengjubikarsins með 4-2 sigri á Þórsurum frá Akureyri í Boganum en Valsmenn hafa því unnið alla fjóra leiki liðsins í Lengjubikarnum.

Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins sem byrjuðu leikinn gegn Kósóvó verða ekki með liðinu í æfingarleiknum gegn Írlandi á þriðjudaginn en Emil, Gylfi og Arnór Ingvi meiddust allir í leik gærdagsins og hefur verið tekin ákvörðun um að senda þá til félagsliða sinna í nánari skoðun.

Fjórði sigur KA í röð

KA vann fjórða leik sinn í röð í Lengjubikarnum í dag þegar þeir tóku á móti Keflavík fyrir norðan en með því tryggðu Akureyringar sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Coleman fótbrotinn og verður frá í langan tíma

Það var staðfest eftir leik Írlands og Wales að bakvörður írska landsliðsins og Everton, Seamus Coleman, sé fótbrotinn og muni gangast undir aðgerð eftir andstyggilega tæklingu Neil Taylor í leik liðanna í gær.

Kári: Nú er bara að vinna Króata

Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018.

Aron Einar: Þetta var karakterssigur

"Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld.

Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma"

Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018.

Dele Alli dæmdur í þriggja leikja bann

Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli hjá Tottenham fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Gent 23. febrúar síðastliðinn.

Við öllu búnir gegn Kósóvó

Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm

Flautað af í Úlfarsárdal | Myndband

Það var snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem gerði það að verkum að leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútna leik.

Sara og stöllur hennar í erfiðum málum

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg réðu ekki við hið frábæra lið Lyon í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir