Fótbolti

Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi skoraði sitt fimmtánda landsliðsmark í kvöld.
Gylfi skoraði sitt fimmtánda landsliðsmark í kvöld. vísir/afp
Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu í æfingarleik liðsins gegn Írlandi á þriðjudaginn en tekin var ákvörðun um að þeir fengu hvíld eftir leik Íslands gegn Kósóvó í gær.

Voru þeir allir þrír í byrjunarliði Íslands í sigrinum en Arnór Ingvi sem leikur með Rapid Vín í Austurríki fór meiddur af velli um miðbik seinni hálfleiks.

Gylfi og Emil kláruðu báðir leikinn í gær en fram kemur að ákvörðun hafi verið tekin um að senda þá í nánari skoðun til félagsliða sinna.

Heimir boðaði upphaflega 24 leikmenn í landsliðshópinn og er því ljóst að aðeins 21 leikmenn eru eftir í hópnum.

Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort aðrir leikmenn verði kallaðir til í þeirra stað en það verður skoðað betur í dag samkvæmt fréttatilkynningu KSÍ.

Liðin mætast á Aviva-leikvanginum í Dublin á þriðjudaginn næstkomandi en þetta verður fjórði vináttuleikur íslenska landsliðsins á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×