Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2017 21:30 Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti