Fleiri fréttir

Hlín skoraði sigur­mark Piteå

Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå sem vann 1-0 útisigur á IF Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingalið Kristianstad og Kalmar máttu bæði þola 0-1 tap.

Leão hetja toppliðsins

Rafael Leão skoraði eina mark leiksins er AC Milan vann 1-0 sigur á Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Richarli­s­on hetja E­ver­ton

Everton vann óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brasilíumaðurinn Richarlison með sigurmarkið.

Vålerenga og Brann enn með fullt hús stiga

Þegar sjö leikir eru búnir af norsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta eru Íslendingalið Vålerenga og Brann bæði með fullt hús stiga. Sigrar dagsins voru þó frekar ólíkir.

Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik

Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik.

Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið.

Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni.

Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum.

Gríðar­lega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og fé­lögum

Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli.

Raiola látinn

Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Lyng­by á toppinn eftir dramatískan sigur

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby unnu hádramatískan 2-1 sigur á Helsingör er í dönsku B-deildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Lyngby upp á topp deildarinnar.

Man City skoraði sjö

Manchester City gjörsigraði Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, lokatölur 7-2 heimaliðinu í vil.

Valur með tak á KR fyrir stór­­leik kvöldsins

Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár.

Roon­ey stefnir á að vera á­fram með Der­by

Wayne Rooney, þjálfari Derby County, stefnir á að vera áfram við stjórnvölin þó félagið hafi fallið niður í ensku C-deildina. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni sem og í B-deildinni.

Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið

Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð.

Þriðja tap Birkis og félaga í röð

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Girensunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil.

Guðlaugur og félagar endurheimtu toppsætið

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 útisigur gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu á topp deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir