Fleiri fréttir

Bætti treyjusölumet Ronaldo

Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma.

Stórsigur hjá Alfons og félögum

Alfons Sampsted spilaði að venju allan leikinn í hægri bakvarðarstöðu Bodö/Glimt er liðið rúllaði yfir Jerv í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Menn Milosar upp í þriðja sætið

Malmö, undir stjórn Milosar Milojevic, er komið upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Íslendingaliði Sirius í dag.

Svíar þurfa skothelt plan

Svíþjóð varð í gærkvöld þriðja liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir nauman sigur á Belgíu. Heimakonur frá Englandi bíða þeirra sænsku í næsta leik.

Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“

Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska.

Ronaldo sagður vilja fara til Atlético

Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid.

Íslenskur úrslitaleikur á 167 liða alþjóðlegu móti

Íslensk lið gera það gott á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð, en um er að ræða stærsta unglingamót heims í fótbolta. Þriðja flokks lið Stjörnunnar og Víkings munu mætast í úrslitum í U16 ára flokki í kvöld.

„Fullmikið drama miðað við það sem ég sagði“

Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, kveðst ekki hafa verið með mikinn dónaskap við leikmenn Buducnest Podgorica frá Svartfjallalandi eftir 2-0 sigur Blika á liðinu á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld. Hann hlakkar til síðari leiksins ytra.

Gæti snúið sér að spila­göldrum ef Ful­ham fellur

Antonee Robinson, oftar en ekki kallaður Jedi, er leikmaður enska knattspyrnufélagsins Fulham. Liðið er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og í óðaönn að undirbúa sig komandi tímabil. Hinn 24 ára gamli Jedi er hins vegar ekki allur þar sem hann er séður.

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Willard tryggði Þór mikil­vægan sigur

Þór Akureyri gerði góða ferð í höfuðborgina en liðið vann 3-2 útisigur á Kórdrengjum í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Zinchenko orðinn Skytta

Arsenal hefur staðfest komu Oleksandr Zinchenko. Hinn fjölhæfi Úkraínumaður kemur frá Englandsmeisturum Manchester City og kostar Skytturnar rúmlega 30 milljónir punda.

Jón Guðni spilar engan fótbolta á þessu ári

Fótboltalífið virtist ljúft hjá Jóni Guðna Fjólusyni í fyrrahaust og hann var á leið í leiki með íslenska landsliðinu en varð þá fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann sleit krossband í hné. Vegna bakslags spilar hann engan fótbolta á þessu ári.

Segja að Guðlaugur Victor verði lærisveinn Rooney

Ef marka má heimildamenn Fótbolta.net er knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson á leið til DC United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, tók nýverið við liðinu.

Mané vann Salah en blés á allt tal um ríg

Senegalinn Sadio Mané, sem nú er orðinn leikmaður Bayern München, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku, eftir baráttu við Mohamed Salah og Edouard Mendy um titilinn.

Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boð­vangi and­stæðinganna

„Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

HK enn á toppnum eftir hádramatík

HK og Fylkir sitja áfram í efstu sætum Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins en óhætt er að segja að nóg hafi verið um að vera í 13. umferðinni í kvöld.

Þýskaland nýtti sér skelfileg mistök og fór í undan­úr­slit

Austurríki hafði aðeins fengið á sig eitt mark á EM þar til kom að leiknum við Þýskaland í 8-liða úrslitum í kvöld en þar unnu Þjóðverjar hins vegar 2-0 sigur. Þýskaland hefur því enn ekki fengið á sig mark á mótinu en það stóð tæpt í kvöld.

Uwe Seeler látinn

Þýski framherjinn Uwe Seeler er látinn, 85 ára að aldri. Hans er minnst sem eins af allra merkustu íþróttamönnum í sögu þýsku þjóðarinnar.

Núnez með fernu á 45 mínútum fyrir Liverpool

Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez fór svo sannarlega á kostum í búningi síns nýja liðs Liverpool í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið þegar það vann RB Leipzig í Þýskalandi, 5-0, í vináttuleik.

Patrik hélt hreinu í Prag

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Nígerískar lands­liðs­konur í verk­fall vegna launa­deilna

Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. 

Sjá næstu 50 fréttir